Innlent

Hárskaparinn þykkir hárið - lagerinn tæmdist á 4 dögum

Sigurður fór til dæmis að missa hárið þegar hann var um fertugt, og segir að það hafi háð honum að fá skalla.
Sigurður fór til dæmis að missa hárið þegar hann var um fertugt, og segir að það hafi háð honum að fá skalla.
Íslendingar eru vitlausir í nýtt efni sem þykkir hárið, og getur látið svæsnustu skallabletti hverfa. Innflytjandinn segir að lagerinn hafi klárast á fjórum dögum eftir að efnið fór í sölu.

Varan heitir Hairmaker, eða hárskaparinn, og er tækni til að láta hárið virka mun þykkara en það er en fulltrúar frá fyrirtækinu í Danmörku kynntu það ásamt heildsalanum og hárgreiðslumanninum Baldri Rafni á Kompaníinu í dag.

„Þetta er eina efnið sem hefur sannarlega áhrif," segir Martine Martensen, kynningarfulltrúi. „Maður sér árangurinn strax á meðan maður þarf að nota aðrar vörur lengur. Svo lofa framleiðendur þeirra að nýtt hár vaxi. Það gerum við ekki en okkar vara gerir það að verkum að menn sjá árangurinn strax."

Sigurður fór til dæmis að missa hárið þegar hann var um fertugt, og segir að það hafi háð honum að fá skalla.

„Ég vill nú halda hárinu og hef ný reynt ýmislegt eins og margir aðrir. Mér finnst Hairmaker alveg æðislegt. Ótrúlegt alveg hreint."

Og hann virðist ekki vera einn á báti því lagerinn hjá Baldri rauk út, en það eru bæði karlar og konur sem nota efnið, bæði þau sem eru að fá skallabletti, eru með þunnt hár, eða vilja bara fríska upp á hárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×