Innlent

Skíðasvæði opin í dag

Opið er frá tíu til fjögur í Bláfjöllum
Opið er frá tíu til fjögur í Bláfjöllum
Skíðasvæðin í Oddsskarði og Hlíðarfjalli verða opin í dag á milli klukkan tíu og fjögur síðdegis, en opið er til fimm í Bláfjöllum.

Í Oddsskarði er unnið harðfenni, en þar hreyfir hægan vind, sólin skín og hitinn er tvær gráður undir frostmarki. Opið er frá tíu til fjögur.

Í Hlíðarfjalli er blankalogn, fimm gráður undir frostmarki og fallegt veður að því er starfsfólk á svæðinu segir.

Í Bláfjöllum er logn, léttskýjað og fimm gráðum undir frostmarki. Mikil ísing er þó á lyftum og gæti orðið seinkun á opnun þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×