Innlent

Bjarga vélsleðamanni í fjallshlíðum Esju

Viðkomandi fékk höfuðhögg þegar hann féll af sleða sínum á akstri og kvartar yfir verk í höfði, hálsi og baki.
Viðkomandi fékk höfuðhögg þegar hann féll af sleða sínum á akstri og kvartar yfir verk í höfði, hálsi og baki.
Sleðahópar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú á leið í útkall í fjallshlíðum Esju.

Tilkynning barst frá vélsleðamönnum um 13:40 að einn þeirra hefði orðið fyrir óhappi og þeir þyrftu aðstoð.

Viðkomandi fékk höfuðhögg þegar hann féll af sleða sínum á akstri og kvartar yfir verk í höfði, hálsi og baki.

Björgunarsveitarmenn munu fara frá skíðasvæðinu og aka þaðan yfir Skálafell og að slysstað sem er í fjallendi norðan Mósskarðshnjúka.

Alls taka um 20 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðinni sem reiknað er með að gangi vel enda færi og veður hið ákjósanlegasta.

Þyrla LHG var á æfingaflugi og hefur verið beint á staðinn til aðstoðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×