Innlent

Erlend kona í hrakningum í Hvalfirði

Björgunarsveitarmenn frá Akranesi komu hrakinni erlendri konu á fertugsaldri til aðstoðar í Hvalfirði í nótt.

Hún hafði tjaldað við fossinn Glym, en undir miðnætti brast á hvassviðri og fauk tjaldið ofan af henni og vindurinn hreif líka með sér allan búnað hennar. Björgunarsveitarmenn voru fljótir að finna konuna og var hún ómeidd.

Í gærdag komu björgunarsveitarmenn vélsleðamanni til aðstoðar í Esjuhlíðum, eftir að hann hafði fallið af sleðanum og hlotið höfuðáverka og meiðst á baki. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hann á slysadeild Landsspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×