Innlent

Madonna gerði allt vitlaust á Super Bowl

Super Bowl leikurinn fór fram í nótt en þar er um að ræða einn stærsta íþróttaviðburð sem fram fer í Bandaríkjunum ár hvert. Tónlistaratriðin í hálfleik eru yfirleitt í glæsilegri kantinum og í gegnum tíðina hafa flestar skærustu poppstjörnur heims komið fram á leiknum.

Í ár var röðin komin að sjálfri Madonnu og eins og við var að búast bauð hún upp á magnaða sýningu þar sem tugir eða hundruðir manna komu fram. Henni til halds og traust voru síðan Nicki Minaj og MIA sem sýndi áhorfendum fingurinn, íhaldssömum Bandaríkjamönnum til lítillar hrifningar.

Athæfi hennar er þó ekki líklegt til að valda viðlíka látum og urðu þegar Justin Timberlake reif kjólinn utan af Janet Jackson um árið og allt varð vitlaust.



Það er síðan verkfræðilegt undur út af fyrir sig hvernig hægt er að koma sviði af þessari stærð upp á örskotsstundu og rífa það síðan niður um leið og tónleikum lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×