Innlent

Meirihutaviðræður halda áfram í dag

Ómar gerir ráð fyrir að fundað verði fram eftir degi.
Ómar gerir ráð fyrir að fundað verði fram eftir degi.
Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi, segir að meirihlutaviðræður í Kópavogi muni halda áfram í dag.

Ómar mun funda með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og oddvita Lista Kópavogs seinnipartinn í dag. Hann gerir ráð fyrir að fundað verði fram eftir degi.

Viðræður flokkanna hafa staðið yfir frá því á fimmtudaginn en þær hófust eftir að meirihlutaviðræður Sjálfstæðismanna, Samfylkingar og Vinstri Grænna fóru út um þúfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×