Innlent

Nýr ritstjóri Eyjunnar ráðinn

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt."
„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt."
Stjórnmálafræðingurinn Magnús Geir Eyjólfsson hefur verið ráðinn ritstjóri Eyjunnar. Magnús tekur við af Karli Th. Birgissyni en hann lét störfum hjá Eyjunni nýlega.

Á Eyjunni kemur fram að Magnús sé spenntur fyrir verkefninu og segir að fréttasíðan sé einn frjóasti vettvangur íslenskrar þjóðmálaumræðu undanfarin ár.

„Það er von mín að okkur takist í góðu samstarfi við lesendur Eyjunnar að þróa vefinn áfram og gera hann enn betri. Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt," segir Magús á Eyjunni.

Magnús hefur meðal annars á Morgunblaðinu og Stöð 2. Hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands og lauk BA prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2004. Hann hlaut síðan MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Waseda háskóla í Tókýó árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×