Innlent

Aumingja Ísland, til hamingju!

Brot úr kvikmyndinni Aumingja Ísland var birt á vefsíðunni YouTube fyrr í vikunni. Myndin er framleidd af kvikmyndagerðarmanninum Ara Alexander Ergis Magnússyni.

Heimildarmyndin fjallar um Búsáhaldarbyltinguna og sýnir áður óséðar myndir úr henni.

Yfirskrift stiklunnar er: „AUMINGJA ÍSLAND, TIL HAMINGJU!"

„Við sem að myndinni stöndum ákváðum að deila þessum fallegu minninum með íslensku þjóðinni á þessum tímamótum, rifja upp á veraldarvefnum, baráttu, vonir og þrár almennings á Íslandi sem virðist hreinlega hafa gufað upp," segir í textalýsingu myndbandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×