Innlent

Veðrið kom niður á stundvísinni

Þrjár af hverjum fjórum flugferðum Icelandair til og frá landinu voru á réttum tíma á seinni hluta janúarmánaðar. Hjá Iceland Express var hlutfallið 57 prósent. Í mínútum talið voru tafir lengri nú að meðaltali en undanfarin tímabil og munar þar mestu um að öllu morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli var seinkað fram yfir hádegi þann 26. janúar vegna óveðurs.

Þetta kemur fram á vefsíðunni túristi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×