Innlent

Vélsleðamanni komið undir læknishendur

Maðurinn fékk höfuðhögg þegar hann féll af vélsleða sínum í fjallshlíðum Esjunnar fyrr í dag.
Maðurinn fékk höfuðhögg þegar hann féll af vélsleða sínum í fjallshlíðum Esjunnar fyrr í dag.
Nú fyrir stuttu lenti þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi og var slösuðum vélsleðamann komið undir læknishendur.

Maðurinn fékk höfuðhögg þegar hann féll af vélsleða sínum í fjallshlíðum Esjunnar fyrr í dag. Hann var með meðvitund en kvartaði undan eymslum í hálsi og baki.

Átta vélsleðamenn úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinntu aðgerðum á slysstað og nutu aðstoðar þyrlunnar við flutning á spítala.

Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ferðafélaga þess slasaða við að koma sér til byggða og má reikna með að þeir komi á skíðasvæðið í Skálafelli eftir um eina klukkustund.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að björgunaraðgerðin hafi gengið vel enda var gott færi fyrir vélsleða og einmuna veðurblíða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×