Innlent

Þyrlan farin í loftið - veður frekar slæmt

Þyrla Landhelgisgæslunnar er farinn í loftið til þess að sækja breskan ferðmann sem slasaðist á göngu sinni frá Laugafelli suður í Nýjadal eða Sprengisandsleið eins og gönguleiðin er að jafnan kölluð.

Lögreglunni á Húsavík barst neyðarkall mannsins í morgun og var þá björgunarsveitin úr Eyjarfirði ræst út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ferðamaðurinn er talinn meiddur á hendi en hann er einn á ferð.

Ekki er ljóst hvort þyrlan komist til mannsins en veður er slæmt og mikill vindur á svæðinu sem gerir áhöfn þyrlunnar mun erfiðara um vik en ella. Tveir bílar frá björgunarsveitinni í Eyjarfirði eru hinsvegar á leiðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×