Innlent

Telur þjóðina hafa minnkandi tiltrú á ríkisstjórninni

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur.
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur.
Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi ásamt Benedikt Jóhannessyni, ritstjóra Vísbendingar í morgun. Þeir voru beðnir um álit sitt á stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar.

Guðni segir að vandamál skapist þegar öll mál snúast um að lifa frá degi til dags. Hann segir að starfshættir ríkisstjórnarinnar einkennist af endalausum barningi við bæði stjórnarandstöðu og þjóð sem hafi minnkandi tiltrú á ríkisstjórninni.

„Það var alltaf sagt að vinstristjórnir entust ekki út kjörtímabilið og þær gerðu það í raun aldrei. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort að núverandi ríkisstjórn lifir fjórða árið til."

Hann bendir á að brestir í stjórnarsamstarfinu séu ekki til að bæta ástandið.

„Manni sýnist sem svo að það þurfti eitthvað mikið að breytast til þess að stjórnarflokkarnir nái tilskyldu fylgi í næstu alþingiskosningum," segir Guðni.

Hér að ofan er hægt að hlusta á Guðna og Benedikt í Sprengisandi á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×