Innlent

Innbrot og ölvunarakstur í dag

Tilkynnt var um fjögur innbrot í dag.
Tilkynnt var um fjögur innbrot í dag.
Tilkynnt var um fjögur innbrot í dag. Þar á meðal var brotist inn í listagallerí við Smiðjustíg í Reykjavík. Þar var brotin rúða í kjallara en engu var stolið. Nágranni kom að innbrotsaðila og forðaði hann sér af vettvangi.

Um hádegisbil í dag var bifreið stöðvuð í austurborginni. Var ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að heimilisofbeldi hafi blandast inn í málið.

Ökumaðurinn var færður á næstu lögreglustöð þar sem ölvunaraksturinn var meðhöndlaður samkvæmt reglum. Maðurinn var síðan vistaður í fangaklefa til viðræðna þegar af honum rennur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×