Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 10:38 Mikill eldur kviknaði í Marywilska-verslunarmiðstöðinni í Varsjá 12. maí 2014. Aðeins þremur dögum áður kviknaði í IKEA-verslun í Litháen. Útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar eru taldir hafa kveikt í báðum stöðum. Vísir/EPA Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. Marywilska-verslunarmiðstöðin í Varsjá, sú stærsta í Póllandi, gereyðilagðist nánast í miklum eldsvoða sem kviknaði í maí í fyrra. Donald Tusk, forsætisráðherra landsins, sagði í mars að vísbendingar væru um að Rússar hefðu kveikt í verslunarmiðstöðinni. Hann tók af öll tvímæli um það í gær. „Við vitum núna að eldurinn mikli í Marywilska-verslunarmiðstöðinni í Varsjá var af völdum íkveikju sem rússneska leyniþjónustan skipaði fyrir um. Einstaklingur sem dvaldi í Rússlandi stýri aðgerðunum. Sumir þeirra seku eru þegar í haldi, það er búið að bera kennsl á hina og þeirra er leitað,“ sagði Tusk á samfélagsmiðlum. Utanríkisráðherra Póllands tilkynnti í morgun að hann hefði ákveðið að skikka Rússa til þess að loka ræðisskrifstofu sinni í Kraká vegna þeirra sannanna sem hefðu fundist um aðild þeirra að brunanum. Sumir brennuvarganna eru taldir hafa kveikt í IKEA-verslun í Vilníusi, höfuðborg Litháen, þremur dögum fyrir brunann í Varsjá. Pólsk og litháensk yfirvöld hafa unnið saman að rannsókninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar í Litháen hafa þegar sakað rússnesku leyniþjónustuna um að hafa staðið að íkveikjunni þar. Úkraínskir ríkisborgarar hafi kveikt í að fyrirskipan leyniþjónustunnar, að því er segir í frétt evrópska dagblaðsins Politico. Bæði ríkin hafa kvartað undan því að þau hafi verið fórnarlömb rússneskra skemmdarverka og njósna undanfarin ár. Íkveikjur eru á meðal þeirra skemmdarverka sem Rússar eru sagðir beita í svokölluðum blönduðum hernaði sínum gegn Evrópuríkjum. Stjórnvöld í Kreml hafa alltaf neitað ásökunum um slíkt. Fréttin var uppfærð eftir að ákveðið var að loka ræðisskrifstofu Rússlands í Kraká. Pólland Rússland Hernaður Litáen Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira
Marywilska-verslunarmiðstöðin í Varsjá, sú stærsta í Póllandi, gereyðilagðist nánast í miklum eldsvoða sem kviknaði í maí í fyrra. Donald Tusk, forsætisráðherra landsins, sagði í mars að vísbendingar væru um að Rússar hefðu kveikt í verslunarmiðstöðinni. Hann tók af öll tvímæli um það í gær. „Við vitum núna að eldurinn mikli í Marywilska-verslunarmiðstöðinni í Varsjá var af völdum íkveikju sem rússneska leyniþjónustan skipaði fyrir um. Einstaklingur sem dvaldi í Rússlandi stýri aðgerðunum. Sumir þeirra seku eru þegar í haldi, það er búið að bera kennsl á hina og þeirra er leitað,“ sagði Tusk á samfélagsmiðlum. Utanríkisráðherra Póllands tilkynnti í morgun að hann hefði ákveðið að skikka Rússa til þess að loka ræðisskrifstofu sinni í Kraká vegna þeirra sannanna sem hefðu fundist um aðild þeirra að brunanum. Sumir brennuvarganna eru taldir hafa kveikt í IKEA-verslun í Vilníusi, höfuðborg Litháen, þremur dögum fyrir brunann í Varsjá. Pólsk og litháensk yfirvöld hafa unnið saman að rannsókninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar í Litháen hafa þegar sakað rússnesku leyniþjónustuna um að hafa staðið að íkveikjunni þar. Úkraínskir ríkisborgarar hafi kveikt í að fyrirskipan leyniþjónustunnar, að því er segir í frétt evrópska dagblaðsins Politico. Bæði ríkin hafa kvartað undan því að þau hafi verið fórnarlömb rússneskra skemmdarverka og njósna undanfarin ár. Íkveikjur eru á meðal þeirra skemmdarverka sem Rússar eru sagðir beita í svokölluðum blönduðum hernaði sínum gegn Evrópuríkjum. Stjórnvöld í Kreml hafa alltaf neitað ásökunum um slíkt. Fréttin var uppfærð eftir að ákveðið var að loka ræðisskrifstofu Rússlands í Kraká.
Pólland Rússland Hernaður Litáen Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira