Innlent

Lífeyrissjóðirnar fjármagna Hverahlíðavirkjun

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson
Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, Björgvin G. Sigurðsson, upplýsti á opnum fundi í Árborg í gær að lífeyrissjóðirnir myndu sjá um að fjármagna Hverahlíðavirkjun á Hellisheiði, ekki Orkuveita Reykjavíkur.

Fréttablað Suðurlands greinir frá þessu í dag. Hægt er að nálgast fréttina hér.

Björgin sagði að nýja fyrirkomulagið væri hið besta mál og telur að slegist verði um orkuna frá virkjuninni.

Fyrirhuguð virkjun felur í sér vinnslu jarðhita, borholur og borteiga, vatnsveitu, gufuveitu, skiljustöðvar, vélasali, kæliturna, niðurrennsliveitu og efnistöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×