Innlent

Vinnuslys í Straumsvík

Starfsmaður í álverinu í Straumsvík slasaðist í gærkvöldi þegar hann ók lyftara utan í stólpa við höfnina.

Við það kastaðist hann út úr lyftaranum og skall í jörðina. Hann skarst á höfði og meiddist á fæti og var hann fluttur á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×