Fleiri fréttir Stóra systir merkir Goldfinger með Gillz-límmiðum Neðanjarðarhreyfingin Stóra systir hengdi í dag límmiða á dyr skemmtistaðarins Goldfinger í Kópavogi. Gulur borði var einnig dreginn um innganginn að hætti lögreglumanna. 4.2.2012 10:42 Pústrar og ölvunarakstur í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að skemmtistaðnum Spot í Kópavogi vegna slagsmála um tvöleytið í nótt. Einn var handtekinn eftir áflogin og hann vistaður í fangageymslu. 4.2.2012 10:10 Skíðasvæði opin um allt land - nema í Bláfjöllum Opið verður á skíðasvæði Siglufjarðar í dag frá 10 - 16 en mikil brettasýning fer þar fram. Er sýningin á vegum Brettafélags Íslands. Aðstandendur sýningarinnar segja að mikið verði hoppað og stokkið og er fjöldi manns komin í bæinn til að taka þátt. 4.2.2012 10:02 Enginn með allar tölur réttar í Lottóinu Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld. Tölurnar voru 7-9-19-28-32 og bónustalan var 8. 4.2.2012 19:26 Starfi ekki einir í félagsmiðstöð Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Eldingar í Garði vilja ekki vera einir á vakt á opnunartíma. Þetta kom fram á fundi æskulýðsnefndar í Garði. „Getur þetta haft alvarlegar afleiðingar ef ásakanir kæmu fram um eitthvað misjafnt eða slys verður á staðnum. Einnig ef eitthvað kæmi fyrir starfsmanninn sjálfan. Nefndin er sammála að þetta þurfi að skoða nánar og færa til betri vegar,“ segir æskulýðsnefndin og vísar ábendingunni til bæjaryfirvalda.- 4.2.2012 09:00 Uglur hópast saman í Laugardal Uglur hafa hópast saman og haldið til í Laugardalnum í Reykjavík frá því um miðjan janúar. Bæði hafa sést branduglur og eyruglur, en suma daga hafa margir fuglar af þessari sérstöku tegund hópast saman á litlu svæði. 4.2.2012 08:00 Ráðherra prófar nýja bifreið Meðal þeirra sem fá að reynsluaka metanbíl frá Metanorku er Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku afhenti bílinn síðdegis í gær. 4.2.2012 07:00 Sjá engin rök fyrir sameiningu Foreldrar barna í Hamraskóla í Grafarvogi eru ósáttir við flutning unglingadeildar skólans yfir í Foldaskóla. Harðorð ályktun var send út eftir fjölmennan fund í skólanum á miðvikudag þar var sameiningunni er hafnað og farið fram á að fallið verði frá henni. 4.2.2012 06:00 Ráðherra kallar til samráðs um safnið Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðuneytið myndi efna til samráðs, hugsanlega á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar, um hvaða skal að gert í málefnum Náttúruminjasafns Íslands. Hún segir söfn landsins almennt orðin verulega aðkreppt og því verði að gefa gaum við fjárlagagerð í haust, enda ljóst að komið sé að þolmörkum í niðurskurði. 4.2.2012 06:00 Gæti skilað inn 12,5 milljónum á ári Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra leggur til að fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli borgi um fimm þúsund krónur fyrir hverja bakgrunnsskoðun starfsmanna sinna. Talið er að fjöldi skoðana sé um 2.500 talsins sem skili um 12,5 milljónum króna á ársgrundvelli. Ráðherra mælti fyrir gjaldtökunni, sem felur í sér breytingu á lögum um loftferðir, á ríkisstjórnarfundi í gær. 4.2.2012 05:00 Skipt um fulltrúa í bankaráði Ingibjörg Ingvadóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst, hefur verið kjörin í bankaráð Seðlabankans. Ingibjörg hefur verið varamaður í ráðinu en tekur nú við af þýska hagfræðingnum Daniel Gros. Sæti hennar sem varamaður tekur Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur. 4.2.2012 04:00 Fleira skýrir minni akstur en vond færð Vegagerðin hefur kallað eftir veðurupplýsingum allt frá árinu 1995 til að reyna að finna fylgni milli tíðarfars og samdráttar í umferð. Nýjar tölur sýna að umferð í nýliðnum janúarmánuði dróst saman um ríflega 10 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Samdrátturinn er sá mesti milli janúarmánaða frá því að samanburður var hafinn. 4.2.2012 04:00 Hefur stýrt umferðarljósunum í yfir 40 ár „Umferðarmenningin hefur breyst mjög mikið, og til hins betra,“ segir Dagbjartur Sigurbrandsson, sem um þessar mundir lætur af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir að hafa stýrt umferðarljósum borgarinnar í 41 ár. 4.2.2012 03:30 Fá ekki fólk til að bera út bréf „Ef bréfberar fást ekki til starfa er það vísbending um að launakjör séu ekki viðunandi,“ segir bæjarráð Grundarfjarðar sem mótmælir harðlega óviðunandi póstútburði í bænum. Borið hafi á að póstur hafi ekki verið borinn út og það skýrt með skorti á bréfberum. Íslandspóstur geti ekki borið því fyrir sig að fólk fáist ekki til starfa því í Grundarfirði sé fólk í atvinnuleit. 4.2.2012 03:15 Má búast við miklum vindhviðum Búast má við hviðum allt að 30-40 m/s á Kjalarnesi og undir Hafnarfalli í kvöld og fram á nóttina, eftir því sem Veðurstofan segir. Einnig má gera ráð fyrir miklum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit. Versnandi veður á fjallvegum um vestan- og norðvestanvert landið seint í kvöld, hríðarveður og slæmt skyggni verður fram á nóttina um leið og skil lægðar ganga yfir. 3.2.2012 22:23 Vilja skattaívilnanir fyrir þá sem spara fyrir íbúðarkaupum Níu þingmenn á Alþingi lögðu fram frumvarp í dag þar sem gert er ráð fyrir sérstökum skattívilnunum til handa þeim sem eru að spara vegna húsnæðisöflunar. Frumvarpið er hugsað til viðbótar öðrum opinberum úrræðum sem auðvelda eiga fólki að eignast húsnæði, til dæmis vaxtabótakerfi og Íbúðalánasjóði. 3.2.2012 20:07 VIll að PIP fyllingarnar verði fjarlægðar úr öllum konum Geir Gunnlaugsson landlæknir telur ráðlegt að PIP brjóstafyllingar verði fjarlægðar úr öllum konum sem þær bera. Þetta er niðurstaða hans eftir að Vísindanefnd Evrópusambandsins um nýjar og vaxandi heilsuvár gaf út skýrslu um PIP púðana í gær. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir mat landlæknis byggt á faglegum forsendum og að velferðarráðuneytið muni bregðast við í samræmi við þær ábendingar sem þar komi fram. Unnið verði að skipulagningu viðbragða og framkvæmd aðgerða á næstu dögum og muni ráðherra taka málið fyrir á fundi ríkisstjórnar næstkomandi þriðjudag. 3.2.2012 19:46 Orkusalan vefur ársins á SVEF-verðlaununum Orkusalan.is var rétt í þessu valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaunum. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykavíkur, afhenti verðlaunin. Samtök vefiðnaðarins standa að verðlaununum og var athöfnin haldin í Tjarnarbíói. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi vefi í 11 flokkum. Alls bárust yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna og sá dómnefnd um að stilla upp í tilnefningar til verðlaunanna sem félagsmenn kusu síðan um. Þetta er í 11. skipti sem Íslensku vefverðlaunin eru haldin. 3.2.2012 19:00 Fundu á annað hundrað grömm af kannabisefnum í Herjólfi Lögreglumenn fundu um 150 - 200 grömm af maríhúana í farangursgeymslu bíls í Herjólfi þegar hann var að fara frá Þorlákshöfn um hálffjögur í dag. Ökumaður bílsins reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og að auki hafði hann verið sviptur ökuleyfi. Það var fíkniefnahundurinn Luna sem fann fíkniefnin. Farþegi í bifreiðinni, 22 ára gamall karlmaður og eigandi hennar, viðurkenndi að eiga efnin. Hann sagði þau ætluð til eigin nota. 3.2.2012 17:29 Hnífamaður í gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjaness féllst á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni um tvítugt sem er grunaður um að hafa stungið karlmann á fertugsaldrinum í síðuna með hníf. Maðurinn sem var stunginn þurfti að gangast undir aðgerð en hann var hætt kominn. Hann er hinsvegar úr lífshættu núna. 3.2.2012 16:40 Eldfjall með flestar tilnefningar til Eddunnar Eldfjall hlaut flestar tilnefningar til Eddunnar í ár eða fjórtán alls. Þá hlaut Á annan veg ellefu tilnefningar. Báðar myndirnar eru meðal annars tilnefndar sem bíómyndir ársins, fyrir leikstjórn, handrit og svo eru aðalleikarar myndanna tilnefndir sem leikarar ársins. 3.2.2012 14:57 Jafn margir á nagladekkjum og í fyrra Hlutfall nagladekkja undir bifreiðum er svipað í janúar 2012 og það var á sama tíma í fyrra eða 33 prósent á móti 67 prósent á öðrum dekkjum. Færðin í höfuðborginni reyndist því ekki hvati fyrir ökumenn til að skipta yfir á negld dekk, segir á vef Reykjavíkurborgar. Árið 2009 var hlutfall negldra dekkja í janúar mun hærra eða 41% og árið 2008 var það 41,8% í janúar. Áfram má því gera ráð fyrir að nagladekkjum fækki á götum borgarinnar en þau skapa loft- og hljóðmengun í borginni. 3.2.2012 16:37 Einn ölvaður og tveir dópaðir undir stýri Tæplega 70 ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í umferðareftirliti lögreglunnar. Einn þeirra, karl á fimmtugsaldri, reyndist ölvaður við stýrið. Á sama tímabili voru tveir aðrir karlar, annar á þrítugsaldri en hinn á fertugsaldri, teknir við akstur annars staðar í borginni en þeir voru báðir undir áhrifum fíkniefna. Þá var 18 ára pilti gert að hætta akstri í Árbæ síðdegis í gær en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. 3.2.2012 15:55 Tæplega 800 hvítir Kangoo í umferð Alls eru 759 hvítir Renault Kangoo bílar skráðir hjá Umferðarstofu en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti á dögunum eftir karlmanni og hvítri sendibifreið af gerðinni Kangoo í tengslum við rannsókn á sprengjunni sem fannst á Hverfsigötu á þriðjudagsmorgun. 3.2.2012 14:46 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sævari Sverrissyni, karlmanni á sextugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir að hafa staðið að innflutningi á miklu magni af sterum og fíkniefnum til landsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. febrúar næstkomandi, eða þar til dómur fellur í máli hans. Sævar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. október á síðasta ári 3.2.2012 13:11 Kærleikar í miðborginni á morgun Það er langur laugardagur í miðbæ Reykjavíkur á morgun eins og alla fyrstu laugardaga hvers mánaðar. Þá eru verslanir opnar lengur en ella og ýmsir viðburðir í boði. Á morgun verður ölli tjaldað til þefar "Kærleikar í miðborginni“ fara fram. 3.2.2012 13:10 Einu matvöruversluninni í Vogum lokað Einu matvöruversluninni í Vogum á Vatnsleysisströnd hefur verið lokað samkvæmt bæjarblaðinu Hafnarfjörðu, Álftanes, Vogar. 3.2.2012 13:04 Stjórnvöld fara yfir skýrslu um PIP brjóstafyllingar Íslensk heilbrigðisyfirvöld fjalla nú um niðurstöður sérfræðinganefndar um PIP brjóstafyllingar til að meta hvort þær gefi tilefni til endurskoðunar á aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru 10. janúar síðastliðinn. 3.2.2012 12:42 Skutu þrjá mótmælendur til bana í Egyptalandi Egypska lögreglan skaut þrjá til bana í mótmælum sem haldin voru víðsvegar um Egyptaland í gær og nótt í kjölfar afdrifaríks fótboltaleiks þar í landi. Fjöldi liggur særður eftir átök við lögreglu. 3.2.2012 12:10 Fundu kannabisplöntur á eyðibýli Lögreglan á Blönduósi, ásamt lögreglunni á Akureyri, fundu 34 kannabisplöntur á eyðibýli á Skaga síðasta þriðjudag. 3.2.2012 12:01 Sautján daga baráttu um myndun nýs meirihluta gæti lokið um helgina Sautján daga baráttu við að koma saman nýjum meirihluta í Kópavogi gæti lokið um helgina. Oddvitar Sjálfstæðisflokks, Lista Kópavogsbúa og Framsóknar hittast til að vinna að málefnasamningi eftir hádegi. 3.2.2012 12:01 Dýrara fyrir eldri borgara að fá akstur - Úr 350 krónum í 1000 krónur "Við erum auðvitað ekki ánægð með þetta," segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara. Um áramótin tóku í gildi hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við eldri borgara og mótmælir félagið þeim harðlega. 3.2.2012 11:27 Maðurinn úr lífshættu Karlmaður um fertugt, sem stunginn var nokkrum djúpum stungum í kvið og síðu í nótt er úr lífshættu eftir aðgerð á Landsspítalanum og liggur nú á gjörgæsludeild. 3.2.2012 10:55 Bruggari handtekinn á Vestfjörðum - ætlaði að selja norðanmegin Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit hjá bruggara á miðvikudaginn síðasta. Við húsleitina fannst ólöglega tilbúið áfengi og áhöld til þess að framleiða bruggið. 3.2.2012 09:46 Vilja lækka vaskinn á barnaföt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á þingi frumvarp til laga sem myndi lækka virðisaukaskatt á barnafötum og öðrum nauðsynjavörum tengdum barnauppeldi úr 25,5 prósentum í sjö prósent. Í greinargerð með frumvarpinu segir að þegar til lengri tíma sé litið beri að stefna almennt að lækkun virðisaukaskatt þá komi núverandi aðstæður í ríkisbúskapnum í veg fyrir að því markmiði verði náð á kjörtímabilinu. 3.2.2012 09:38 Fundu 400 e-töflur í húsleit á Akureyri Í gær framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leitina fundust í íbúð rúmlega 400 e-töflur. 3.2.2012 09:14 Harður árekstur á Breiðholtsbraut Ökumaður smábíls slapp lítið meiddur eftir að hafa lent í hörðum árekstir við jeppa á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjabakka rétt fyrir miðnætti. 3.2.2012 07:27 Leiguþyrla gæslunnar til landsins í dag Þyrlan, sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu á meðan TF LÍF er í stórri skoðun ytra, er væntanleg til landsins í dag. 3.2.2012 07:09 Vill auka öryggi í smábátum Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að lögleiða björgunarflotbúninga um borð í öllum skipum. Í dag er bátum undir tólf metrum ekki gert að hafa slíka búninga um borð. Ögmundur ætlar að beita sér fyrir því að málið verði skoðað í ráðuneytinu en tillaga þessa efnis hefur legið í ráðuneytinu árum saman. 3.2.2012 07:00 Karlmaður illa haldinn eftir hnífsstungu í nótt Karlmaður á fertugsaldri gengst nú undir aðgerð á Landsspítalanum eftir hnífstungu, sem honum var veitt í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt. 3.2.2012 06:59 Fært á hjólastól yfir Markarfljót Áhugahópurinn Vinir Þórsmerkur hefur fengið heimild í skipulagsnefnd Rangárþings til að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna byggingar göngubrúar yfir Markarfljót á móts við Húsadal í Þórsmörk. 3.2.2012 05:00 Eðlilegt að hlera við rannsókn á hruninu Ríkir almannahagsmunir eru fyrir því að upplýsa brot í aðdraganda bankahrunsins og beita til þess hlerunum segir ráðgjafi sérstaks saksóknara. Formaður Lögmannafélagsins segir dómstóla túlka almannahagsmuni of vítt. 3.2.2012 03:15 Ekki útilokað að Guðrún Páls verði áfram bæjarstjóri Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Listi Kópavogsbúa hafa hafið viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Ekki er útilokað að Guðrún Pálsdóttir verði áfram bæjarstjóri í skjóli nýs meirihluta. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, gæti komist í lykilstöðu í eins manns meirihluta í bænum. 2.2.2012 18:54 Vaka sigraði í Stúdentaráðskosningum Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fór með sigur úr býtum í stúdentaráðskosningum Háskóla Íslands. Á kjörskrá voru 15.203 og var heildarfjöldi atkvæða 4.807. 2.2.2012 23:39 Vill samstarf allra flokka í bæjarstjórn Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst Besta Flokksins í Kópavogi, býst ekki við því að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa sé starfhæfur. Ómögulegt sé að mynda starfhæfan meirihluta. 2.2.2012 22:58 Sjá næstu 50 fréttir
Stóra systir merkir Goldfinger með Gillz-límmiðum Neðanjarðarhreyfingin Stóra systir hengdi í dag límmiða á dyr skemmtistaðarins Goldfinger í Kópavogi. Gulur borði var einnig dreginn um innganginn að hætti lögreglumanna. 4.2.2012 10:42
Pústrar og ölvunarakstur í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að skemmtistaðnum Spot í Kópavogi vegna slagsmála um tvöleytið í nótt. Einn var handtekinn eftir áflogin og hann vistaður í fangageymslu. 4.2.2012 10:10
Skíðasvæði opin um allt land - nema í Bláfjöllum Opið verður á skíðasvæði Siglufjarðar í dag frá 10 - 16 en mikil brettasýning fer þar fram. Er sýningin á vegum Brettafélags Íslands. Aðstandendur sýningarinnar segja að mikið verði hoppað og stokkið og er fjöldi manns komin í bæinn til að taka þátt. 4.2.2012 10:02
Enginn með allar tölur réttar í Lottóinu Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld. Tölurnar voru 7-9-19-28-32 og bónustalan var 8. 4.2.2012 19:26
Starfi ekki einir í félagsmiðstöð Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Eldingar í Garði vilja ekki vera einir á vakt á opnunartíma. Þetta kom fram á fundi æskulýðsnefndar í Garði. „Getur þetta haft alvarlegar afleiðingar ef ásakanir kæmu fram um eitthvað misjafnt eða slys verður á staðnum. Einnig ef eitthvað kæmi fyrir starfsmanninn sjálfan. Nefndin er sammála að þetta þurfi að skoða nánar og færa til betri vegar,“ segir æskulýðsnefndin og vísar ábendingunni til bæjaryfirvalda.- 4.2.2012 09:00
Uglur hópast saman í Laugardal Uglur hafa hópast saman og haldið til í Laugardalnum í Reykjavík frá því um miðjan janúar. Bæði hafa sést branduglur og eyruglur, en suma daga hafa margir fuglar af þessari sérstöku tegund hópast saman á litlu svæði. 4.2.2012 08:00
Ráðherra prófar nýja bifreið Meðal þeirra sem fá að reynsluaka metanbíl frá Metanorku er Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku afhenti bílinn síðdegis í gær. 4.2.2012 07:00
Sjá engin rök fyrir sameiningu Foreldrar barna í Hamraskóla í Grafarvogi eru ósáttir við flutning unglingadeildar skólans yfir í Foldaskóla. Harðorð ályktun var send út eftir fjölmennan fund í skólanum á miðvikudag þar var sameiningunni er hafnað og farið fram á að fallið verði frá henni. 4.2.2012 06:00
Ráðherra kallar til samráðs um safnið Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðuneytið myndi efna til samráðs, hugsanlega á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar, um hvaða skal að gert í málefnum Náttúruminjasafns Íslands. Hún segir söfn landsins almennt orðin verulega aðkreppt og því verði að gefa gaum við fjárlagagerð í haust, enda ljóst að komið sé að þolmörkum í niðurskurði. 4.2.2012 06:00
Gæti skilað inn 12,5 milljónum á ári Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra leggur til að fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli borgi um fimm þúsund krónur fyrir hverja bakgrunnsskoðun starfsmanna sinna. Talið er að fjöldi skoðana sé um 2.500 talsins sem skili um 12,5 milljónum króna á ársgrundvelli. Ráðherra mælti fyrir gjaldtökunni, sem felur í sér breytingu á lögum um loftferðir, á ríkisstjórnarfundi í gær. 4.2.2012 05:00
Skipt um fulltrúa í bankaráði Ingibjörg Ingvadóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst, hefur verið kjörin í bankaráð Seðlabankans. Ingibjörg hefur verið varamaður í ráðinu en tekur nú við af þýska hagfræðingnum Daniel Gros. Sæti hennar sem varamaður tekur Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur. 4.2.2012 04:00
Fleira skýrir minni akstur en vond færð Vegagerðin hefur kallað eftir veðurupplýsingum allt frá árinu 1995 til að reyna að finna fylgni milli tíðarfars og samdráttar í umferð. Nýjar tölur sýna að umferð í nýliðnum janúarmánuði dróst saman um ríflega 10 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Samdrátturinn er sá mesti milli janúarmánaða frá því að samanburður var hafinn. 4.2.2012 04:00
Hefur stýrt umferðarljósunum í yfir 40 ár „Umferðarmenningin hefur breyst mjög mikið, og til hins betra,“ segir Dagbjartur Sigurbrandsson, sem um þessar mundir lætur af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir að hafa stýrt umferðarljósum borgarinnar í 41 ár. 4.2.2012 03:30
Fá ekki fólk til að bera út bréf „Ef bréfberar fást ekki til starfa er það vísbending um að launakjör séu ekki viðunandi,“ segir bæjarráð Grundarfjarðar sem mótmælir harðlega óviðunandi póstútburði í bænum. Borið hafi á að póstur hafi ekki verið borinn út og það skýrt með skorti á bréfberum. Íslandspóstur geti ekki borið því fyrir sig að fólk fáist ekki til starfa því í Grundarfirði sé fólk í atvinnuleit. 4.2.2012 03:15
Má búast við miklum vindhviðum Búast má við hviðum allt að 30-40 m/s á Kjalarnesi og undir Hafnarfalli í kvöld og fram á nóttina, eftir því sem Veðurstofan segir. Einnig má gera ráð fyrir miklum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit. Versnandi veður á fjallvegum um vestan- og norðvestanvert landið seint í kvöld, hríðarveður og slæmt skyggni verður fram á nóttina um leið og skil lægðar ganga yfir. 3.2.2012 22:23
Vilja skattaívilnanir fyrir þá sem spara fyrir íbúðarkaupum Níu þingmenn á Alþingi lögðu fram frumvarp í dag þar sem gert er ráð fyrir sérstökum skattívilnunum til handa þeim sem eru að spara vegna húsnæðisöflunar. Frumvarpið er hugsað til viðbótar öðrum opinberum úrræðum sem auðvelda eiga fólki að eignast húsnæði, til dæmis vaxtabótakerfi og Íbúðalánasjóði. 3.2.2012 20:07
VIll að PIP fyllingarnar verði fjarlægðar úr öllum konum Geir Gunnlaugsson landlæknir telur ráðlegt að PIP brjóstafyllingar verði fjarlægðar úr öllum konum sem þær bera. Þetta er niðurstaða hans eftir að Vísindanefnd Evrópusambandsins um nýjar og vaxandi heilsuvár gaf út skýrslu um PIP púðana í gær. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir mat landlæknis byggt á faglegum forsendum og að velferðarráðuneytið muni bregðast við í samræmi við þær ábendingar sem þar komi fram. Unnið verði að skipulagningu viðbragða og framkvæmd aðgerða á næstu dögum og muni ráðherra taka málið fyrir á fundi ríkisstjórnar næstkomandi þriðjudag. 3.2.2012 19:46
Orkusalan vefur ársins á SVEF-verðlaununum Orkusalan.is var rétt í þessu valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaunum. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykavíkur, afhenti verðlaunin. Samtök vefiðnaðarins standa að verðlaununum og var athöfnin haldin í Tjarnarbíói. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi vefi í 11 flokkum. Alls bárust yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna og sá dómnefnd um að stilla upp í tilnefningar til verðlaunanna sem félagsmenn kusu síðan um. Þetta er í 11. skipti sem Íslensku vefverðlaunin eru haldin. 3.2.2012 19:00
Fundu á annað hundrað grömm af kannabisefnum í Herjólfi Lögreglumenn fundu um 150 - 200 grömm af maríhúana í farangursgeymslu bíls í Herjólfi þegar hann var að fara frá Þorlákshöfn um hálffjögur í dag. Ökumaður bílsins reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og að auki hafði hann verið sviptur ökuleyfi. Það var fíkniefnahundurinn Luna sem fann fíkniefnin. Farþegi í bifreiðinni, 22 ára gamall karlmaður og eigandi hennar, viðurkenndi að eiga efnin. Hann sagði þau ætluð til eigin nota. 3.2.2012 17:29
Hnífamaður í gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjaness féllst á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni um tvítugt sem er grunaður um að hafa stungið karlmann á fertugsaldrinum í síðuna með hníf. Maðurinn sem var stunginn þurfti að gangast undir aðgerð en hann var hætt kominn. Hann er hinsvegar úr lífshættu núna. 3.2.2012 16:40
Eldfjall með flestar tilnefningar til Eddunnar Eldfjall hlaut flestar tilnefningar til Eddunnar í ár eða fjórtán alls. Þá hlaut Á annan veg ellefu tilnefningar. Báðar myndirnar eru meðal annars tilnefndar sem bíómyndir ársins, fyrir leikstjórn, handrit og svo eru aðalleikarar myndanna tilnefndir sem leikarar ársins. 3.2.2012 14:57
Jafn margir á nagladekkjum og í fyrra Hlutfall nagladekkja undir bifreiðum er svipað í janúar 2012 og það var á sama tíma í fyrra eða 33 prósent á móti 67 prósent á öðrum dekkjum. Færðin í höfuðborginni reyndist því ekki hvati fyrir ökumenn til að skipta yfir á negld dekk, segir á vef Reykjavíkurborgar. Árið 2009 var hlutfall negldra dekkja í janúar mun hærra eða 41% og árið 2008 var það 41,8% í janúar. Áfram má því gera ráð fyrir að nagladekkjum fækki á götum borgarinnar en þau skapa loft- og hljóðmengun í borginni. 3.2.2012 16:37
Einn ölvaður og tveir dópaðir undir stýri Tæplega 70 ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í umferðareftirliti lögreglunnar. Einn þeirra, karl á fimmtugsaldri, reyndist ölvaður við stýrið. Á sama tímabili voru tveir aðrir karlar, annar á þrítugsaldri en hinn á fertugsaldri, teknir við akstur annars staðar í borginni en þeir voru báðir undir áhrifum fíkniefna. Þá var 18 ára pilti gert að hætta akstri í Árbæ síðdegis í gær en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. 3.2.2012 15:55
Tæplega 800 hvítir Kangoo í umferð Alls eru 759 hvítir Renault Kangoo bílar skráðir hjá Umferðarstofu en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti á dögunum eftir karlmanni og hvítri sendibifreið af gerðinni Kangoo í tengslum við rannsókn á sprengjunni sem fannst á Hverfsigötu á þriðjudagsmorgun. 3.2.2012 14:46
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sævari Sverrissyni, karlmanni á sextugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir að hafa staðið að innflutningi á miklu magni af sterum og fíkniefnum til landsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. febrúar næstkomandi, eða þar til dómur fellur í máli hans. Sævar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. október á síðasta ári 3.2.2012 13:11
Kærleikar í miðborginni á morgun Það er langur laugardagur í miðbæ Reykjavíkur á morgun eins og alla fyrstu laugardaga hvers mánaðar. Þá eru verslanir opnar lengur en ella og ýmsir viðburðir í boði. Á morgun verður ölli tjaldað til þefar "Kærleikar í miðborginni“ fara fram. 3.2.2012 13:10
Einu matvöruversluninni í Vogum lokað Einu matvöruversluninni í Vogum á Vatnsleysisströnd hefur verið lokað samkvæmt bæjarblaðinu Hafnarfjörðu, Álftanes, Vogar. 3.2.2012 13:04
Stjórnvöld fara yfir skýrslu um PIP brjóstafyllingar Íslensk heilbrigðisyfirvöld fjalla nú um niðurstöður sérfræðinganefndar um PIP brjóstafyllingar til að meta hvort þær gefi tilefni til endurskoðunar á aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru 10. janúar síðastliðinn. 3.2.2012 12:42
Skutu þrjá mótmælendur til bana í Egyptalandi Egypska lögreglan skaut þrjá til bana í mótmælum sem haldin voru víðsvegar um Egyptaland í gær og nótt í kjölfar afdrifaríks fótboltaleiks þar í landi. Fjöldi liggur særður eftir átök við lögreglu. 3.2.2012 12:10
Fundu kannabisplöntur á eyðibýli Lögreglan á Blönduósi, ásamt lögreglunni á Akureyri, fundu 34 kannabisplöntur á eyðibýli á Skaga síðasta þriðjudag. 3.2.2012 12:01
Sautján daga baráttu um myndun nýs meirihluta gæti lokið um helgina Sautján daga baráttu við að koma saman nýjum meirihluta í Kópavogi gæti lokið um helgina. Oddvitar Sjálfstæðisflokks, Lista Kópavogsbúa og Framsóknar hittast til að vinna að málefnasamningi eftir hádegi. 3.2.2012 12:01
Dýrara fyrir eldri borgara að fá akstur - Úr 350 krónum í 1000 krónur "Við erum auðvitað ekki ánægð með þetta," segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara. Um áramótin tóku í gildi hækkanir á þjónustu Reykjavíkurborgar við eldri borgara og mótmælir félagið þeim harðlega. 3.2.2012 11:27
Maðurinn úr lífshættu Karlmaður um fertugt, sem stunginn var nokkrum djúpum stungum í kvið og síðu í nótt er úr lífshættu eftir aðgerð á Landsspítalanum og liggur nú á gjörgæsludeild. 3.2.2012 10:55
Bruggari handtekinn á Vestfjörðum - ætlaði að selja norðanmegin Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit hjá bruggara á miðvikudaginn síðasta. Við húsleitina fannst ólöglega tilbúið áfengi og áhöld til þess að framleiða bruggið. 3.2.2012 09:46
Vilja lækka vaskinn á barnaföt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á þingi frumvarp til laga sem myndi lækka virðisaukaskatt á barnafötum og öðrum nauðsynjavörum tengdum barnauppeldi úr 25,5 prósentum í sjö prósent. Í greinargerð með frumvarpinu segir að þegar til lengri tíma sé litið beri að stefna almennt að lækkun virðisaukaskatt þá komi núverandi aðstæður í ríkisbúskapnum í veg fyrir að því markmiði verði náð á kjörtímabilinu. 3.2.2012 09:38
Fundu 400 e-töflur í húsleit á Akureyri Í gær framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leitina fundust í íbúð rúmlega 400 e-töflur. 3.2.2012 09:14
Harður árekstur á Breiðholtsbraut Ökumaður smábíls slapp lítið meiddur eftir að hafa lent í hörðum árekstir við jeppa á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjabakka rétt fyrir miðnætti. 3.2.2012 07:27
Leiguþyrla gæslunnar til landsins í dag Þyrlan, sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu á meðan TF LÍF er í stórri skoðun ytra, er væntanleg til landsins í dag. 3.2.2012 07:09
Vill auka öryggi í smábátum Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að lögleiða björgunarflotbúninga um borð í öllum skipum. Í dag er bátum undir tólf metrum ekki gert að hafa slíka búninga um borð. Ögmundur ætlar að beita sér fyrir því að málið verði skoðað í ráðuneytinu en tillaga þessa efnis hefur legið í ráðuneytinu árum saman. 3.2.2012 07:00
Karlmaður illa haldinn eftir hnífsstungu í nótt Karlmaður á fertugsaldri gengst nú undir aðgerð á Landsspítalanum eftir hnífstungu, sem honum var veitt í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt. 3.2.2012 06:59
Fært á hjólastól yfir Markarfljót Áhugahópurinn Vinir Þórsmerkur hefur fengið heimild í skipulagsnefnd Rangárþings til að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna byggingar göngubrúar yfir Markarfljót á móts við Húsadal í Þórsmörk. 3.2.2012 05:00
Eðlilegt að hlera við rannsókn á hruninu Ríkir almannahagsmunir eru fyrir því að upplýsa brot í aðdraganda bankahrunsins og beita til þess hlerunum segir ráðgjafi sérstaks saksóknara. Formaður Lögmannafélagsins segir dómstóla túlka almannahagsmuni of vítt. 3.2.2012 03:15
Ekki útilokað að Guðrún Páls verði áfram bæjarstjóri Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Listi Kópavogsbúa hafa hafið viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Ekki er útilokað að Guðrún Pálsdóttir verði áfram bæjarstjóri í skjóli nýs meirihluta. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, gæti komist í lykilstöðu í eins manns meirihluta í bænum. 2.2.2012 18:54
Vaka sigraði í Stúdentaráðskosningum Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fór með sigur úr býtum í stúdentaráðskosningum Háskóla Íslands. Á kjörskrá voru 15.203 og var heildarfjöldi atkvæða 4.807. 2.2.2012 23:39
Vill samstarf allra flokka í bæjarstjórn Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst Besta Flokksins í Kópavogi, býst ekki við því að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa sé starfhæfur. Ómögulegt sé að mynda starfhæfan meirihluta. 2.2.2012 22:58