Innlent

Hægt að tuttugufalda orkuna

valdimar össurarson
valdimar össurarson
Valdimar Össurarson rekur fyrirtækið Valorku sem hefur hannað samnefndan sjávarhverfil. Hann fékk í október fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasamtaka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir hverfilinn. Valorka stefnir að því að virkja hæga strauma sem eru í röstum og við annes.

Hann segir vandræði hve lítið hefur verið rannsakað af sjávarföllum í kringum landið. Helst hafi slíkt verið í kringum fiskeldi og hafnargerð.

Valdimar segir gríðarlega orku liggja undir ef vel tekst til að nýta hana. „Írar hafa gert vandaða úttekt á þeirri heildarorku sem þeir búa yfir. Þeir telja sig geta nýtt 240 terawattstundir á ári og ef við yfirförum það á Ísland eftir stærð mundi það gera um 330 terawattstundir á ári. Það er um tuttuguföld sú orka sem við erum að nota í dag.“

Valdimar hefur gert forprófanir í keri á hverflinum og mun gera prófanir á fleka í sumar, mögulega við Snæfellsnes. Gangi þær vel verður búin til frumgerð sem er algjörlega neðansjávar. „Valorka er fremst í heimi í þessu að reyna að virkja strauma fyrir utan strendur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×