Innlent

Sækja slasaðan ferðamann á hálendið - þyrla gæslunnar ræst út

Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu í morgun um slasaðan ferðamann frá Bretlandi. Hann var að ganga frá Laugafelli suður í Nýjadal samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og er einn á ferð.

Maðurinn er talinn meiddur á hendi.

Tveir bílar frá björgunarsveitinni í Eyjarfirði er á leiðinni á vettvang. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið ræst út. Ekki er ljóst hvort þyrlan komist á vettvang en vindur er mikill á svæðinu og aðstæður frekar slæmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×