Innlent

Segir Davíð vera pólitískan hryðjuverkamann

Björn Valur er afar ósáttur með skrif Davíðs.
Björn Valur er afar ósáttur með skrif Davíðs.
Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri Grænna, fer hörðum orðum Davíð Oddson um á bloggsíðu sinni og segir að hann sé réttnefndur pólitískur hryðjuverkmaður.

Í bloggfærslu sinni vísar Björn í Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær þar sem Davíð fór mikinn um ýmis málefni. Þar á meðal gagnrýnir Davíð Rannsóknarnefnd Alþingis og nefndarmenn hennar.

Björn Valur er afar ósáttur með skrif Davíðs.

„Davíð er einn helsti ábyrgðamaður þess stjórnmála- og efnahagskerfis sem innleitt var á tíunda áratugnum," sagðir Björn Valur þegar fréttastofa hafði samband við hann. „Hann skóp þetta umhverfi og ber þar af leiðandi ábyrgð á því."

„Hann vill koma í veg fyrir að það verði haldið áfram að fjalla um fortíð hans og feril í stjórnmálum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×