Innlent

Hlutfall kvenna með rofna PIP púða hærra hér á landi

"Það hefur ekkert komið fram ennþá sem gæti útskýrt þetta," segir Guðbjartur.
"Það hefur ekkert komið fram ennþá sem gæti útskýrt þetta," segir Guðbjartur.
Velferðarráðherra segir ekkert komið fram sem skýrir hvers vegna hlutfall kvenna með rofna PIP púða virðist vera mun hærra hér en í öðrum löndum. Ráðherrann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað.

Komið hefur í ljós að 83% af þeim rúmlega 40 konum sem fóru í ómskoðun hjá Krabbameinsfélaginu á fimmtudag og föstudag eru með rofna PIP púða. Þetta er mun hærra hlutfall en í öðrum löndum þar sem púðarnir hafa verið rannsakaðir. Enn eiga margar konur eftir að fara í ómskoðunina hér á landi og því gætu þessar tölur breyst. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir fyrstu tölur úr ómskoðunum koma á óvart.

„Það hefur ekkert komið fram ennþá sem gæti útskýrt þetta," segir Guðbjartur. „Þetta kemur mjög á óvart."

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margar konur með PIP púða ósáttar við upplýsingar sem þær hafa fengið frá Landlæknisembættinu, velferðarráðuneytinu og Landspítalanum vegna framhaldsins. Þær segjast fá misvísandi upplýsingar og að mörgum spurningum sé enn ósvarað.

„Við vitum ekki nákvæmlega hvað er skynsamlegast og réttast út frá heilbrigðissjónarmiði."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×