Innlent

Leiguþyrla Gæslunnar komin til Reykjavíkur

Björgunarþyrlan, sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu á meðan TF LÍF er í stórri skoðun ytra, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi.

Heimferðin tafðist um tvo sólarhringa vegna bilunar, sem varð vart þegar þyrlan lenti í Færeyjum fyrir helgi til að taka eldsneyti.

Gæslan hefur því aftur tvær þylur til afnota eftir að TF LÍF var flogið út til skoðunar fyrir rúmum hálfum mánuði.

Um svipað leiti og þyrlan lenti hér, hélt nyja varðskipið Þór áleiðis til Björgvinjar í Noregi þar sem framleiðendur vélbúnaðar skipsins ætla að bæta úr galla á annarri aðalvélinni, og er búist við að það taki allt að mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×