Innlent

Elísabet hefur verið sextíu ár í hásætinu

Mynd/AFP
Sextíu ár eru liðin í dag frá því Elísabet Englandsdrottning tók við bresku krúnunni við andlát föður hennar. Í tilefni dagsins sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist vilja þjóna þjóð sinni áfram. Áfanganum verður fagnað með margvíslegum hætti út þetta ár og hyggur drottningin á mikil ferðalög um breska samveldið til að hitta sem flesta þegna sína.

Georg VI varð bráðkvaddur árið 1952 en þá var Elísabet stödd í opinberri heimsókn í Kenýa. Sú saga hefur verið sögð að Elísabet hafi verið stödd upp í tré þegar hún fékk fregnirnar af andláti föður sína. Hún var því prinsessa þegar hún klifraði upp í tréð en drottning þegar hún klifraði niður úr því.

Miklar breytingar hafa orðið í ríki drottningar á þessum sextíu árum sem liðin eru. Þegar hún varð drottning þá var engin baðaðstaða í einu af hverjum þremur húsum í Bretlandi. Sími var aðeins í einu húsi af tíu og meðalverð á húsnæði var tvö þúsund pund, eða tæpar fjögurhundruð þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×