Innlent

Síðasta norska loðnuskipið siglir heim

Síðasta norska loðnuskipið hélt út úr íslenskri lögsögu áleiðis til Noregs í gær, þar sem Noðrmenn eru búnir með loðnukvóta sinn við Ísland á þessari vertíð.

Kvótinn var 47 þúsund tonn og máttu mest vera 25 norsk skip í lögsögunni í einu. Færeyingar, sem mega veiða 25 þúsund tonn af loðnu hér við land fara sér hinsvegar rólega og er aðeins eitt færeyskt skip á Íslandsmiðum þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×