Innlent

Sveitarfélög í erfiðleikum með ákvæði sveitastjórnarlaga

Sum sveitarfélög munu eiga erfitt með að uppfylla ákvæði nýrra sveitastjórnarlaga um skuldsetningu að mati starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði í haust til að meta gildi fjármálareglna fyrir sveitarfélög.

Fjármálareglurnar fela í sér að jafnvægi sé á rekstri samstæðu sveitarfélaganna yfir hver þrjú ár og að heildarskuldir hennar skuli ekki vera hærri en sem nemur 150% af heildartekjum hennar.

Sveitarfélögin hafa tíu ár til að ná viðmiðum reglunnar vegna skuldsetningar, en hópurinn telur að þar sem saman fer erfiður rekstur og mikil skuldsetning verði erfitt fyrir sveitastjórnir að ná því markmiði innan tímarammans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×