Athugull sjómaður fann sýkingu í ufsa 6. febrúar 2012 03:15 Hér sést bandormurinn í hendi starfsmanns hjá Biopol. Ormurinn er um fimm sentimetrar að lengd. mynd/biopol Áður óþekkt bandormssýking í ufsa, sem er mikilvægur nytjafiskur á Íslandsmiðum, er til rannsóknar hjá Biopol sjávarlíftæknisetri á Skagaströnd og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Bandormurinn er þekktur erlendis en engin vitneskja virðist liggja fyrir um þessa tegund bandorms í ufsa. Kveikjan að rannsókninni var athugull sjómaður um borð í frystitogaranum Arnari HU 1 frá Skagaströnd, en eftir nokkurra ára frí frá sjómennsku tók hann eftir breytingu á ufsanum þegar hann kom aftur um borð. Starfsfólki Biopol bárust sýnishorn af sýktum fiski og í framhaldi af því var sótt um styrk til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Í krafti styrksins verður leitast við að kortleggja útbreiðslu sýkingarinnar með söfnun á fiskum vítt og breitt um íslensku efnahagslögsöguna. Að rannsókninni koma auk Biopol og Tilraunastöðvarinnar að Keldum, sjávarútvegsfyrirtækið Fisk Seafood, eigandi Arnars HU, en sýnataka verður í höndum sjómanna um borð. Um þúsund sýnum verður safnað áður en upp verður staðið. Árni Kristmundsson, deildarstjóri fisksjúkdómadeildar að Keldum, segir bandorminn ekki skaða fiskinn í sjálfu sér. Helst er að hann rýri verðmæti afurða, þó að Árni leggi á það þunga áherslu að ekki megi draga stórar ályktanir um hvað sé hér á ferðinni. Fyrst og síðast sé þetta forvitnilegt. Hann svarar því játandi að áhrif hlýnandi veðurfars geti verið um að kenna. „Öll dæmi sem ég hef fundið um þessa tegund eru frá mun suðlægari slóðum,“ segir Árni. Spurður hvort bandormurinn gæti tekið sér bólfestu í öðrum hvítfisktegundum, eins og þorski, segir Árni að erfitt sé að meta það. „Þessi tegund, sem ég tel að þetta sé, er hins vegar mjög ósérhæfð á hýsla. Þetta er fæðuborin sýking og ef aðrar tegundir eru að éta það sama og ufsinn þá er ekki hægt að útiloka slíkt.“ Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol, bendir á að það sé ekki síst athyglisvert hvernig tilvist bandormsins rataði inn í þann farveg sem málið sé í. „Nálægð okkar við sjómenn og viðfangsefnið gerir það að verkum að þessi sýking er til skoðunar. Það sprettur upp ýmislegt áhugavert vegna þessarar nálægðar, enda býr hjá þessu fólki vitneskja sem finnur sér kannski síður farveg ef ekki væru rannsóknastofnanir úti um land,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Áður óþekkt bandormssýking í ufsa, sem er mikilvægur nytjafiskur á Íslandsmiðum, er til rannsóknar hjá Biopol sjávarlíftæknisetri á Skagaströnd og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Bandormurinn er þekktur erlendis en engin vitneskja virðist liggja fyrir um þessa tegund bandorms í ufsa. Kveikjan að rannsókninni var athugull sjómaður um borð í frystitogaranum Arnari HU 1 frá Skagaströnd, en eftir nokkurra ára frí frá sjómennsku tók hann eftir breytingu á ufsanum þegar hann kom aftur um borð. Starfsfólki Biopol bárust sýnishorn af sýktum fiski og í framhaldi af því var sótt um styrk til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Í krafti styrksins verður leitast við að kortleggja útbreiðslu sýkingarinnar með söfnun á fiskum vítt og breitt um íslensku efnahagslögsöguna. Að rannsókninni koma auk Biopol og Tilraunastöðvarinnar að Keldum, sjávarútvegsfyrirtækið Fisk Seafood, eigandi Arnars HU, en sýnataka verður í höndum sjómanna um borð. Um þúsund sýnum verður safnað áður en upp verður staðið. Árni Kristmundsson, deildarstjóri fisksjúkdómadeildar að Keldum, segir bandorminn ekki skaða fiskinn í sjálfu sér. Helst er að hann rýri verðmæti afurða, þó að Árni leggi á það þunga áherslu að ekki megi draga stórar ályktanir um hvað sé hér á ferðinni. Fyrst og síðast sé þetta forvitnilegt. Hann svarar því játandi að áhrif hlýnandi veðurfars geti verið um að kenna. „Öll dæmi sem ég hef fundið um þessa tegund eru frá mun suðlægari slóðum,“ segir Árni. Spurður hvort bandormurinn gæti tekið sér bólfestu í öðrum hvítfisktegundum, eins og þorski, segir Árni að erfitt sé að meta það. „Þessi tegund, sem ég tel að þetta sé, er hins vegar mjög ósérhæfð á hýsla. Þetta er fæðuborin sýking og ef aðrar tegundir eru að éta það sama og ufsinn þá er ekki hægt að útiloka slíkt.“ Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol, bendir á að það sé ekki síst athyglisvert hvernig tilvist bandormsins rataði inn í þann farveg sem málið sé í. „Nálægð okkar við sjómenn og viðfangsefnið gerir það að verkum að þessi sýking er til skoðunar. Það sprettur upp ýmislegt áhugavert vegna þessarar nálægðar, enda býr hjá þessu fólki vitneskja sem finnur sér kannski síður farveg ef ekki væru rannsóknastofnanir úti um land,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira