Athugull sjómaður fann sýkingu í ufsa 6. febrúar 2012 03:15 Hér sést bandormurinn í hendi starfsmanns hjá Biopol. Ormurinn er um fimm sentimetrar að lengd. mynd/biopol Áður óþekkt bandormssýking í ufsa, sem er mikilvægur nytjafiskur á Íslandsmiðum, er til rannsóknar hjá Biopol sjávarlíftæknisetri á Skagaströnd og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Bandormurinn er þekktur erlendis en engin vitneskja virðist liggja fyrir um þessa tegund bandorms í ufsa. Kveikjan að rannsókninni var athugull sjómaður um borð í frystitogaranum Arnari HU 1 frá Skagaströnd, en eftir nokkurra ára frí frá sjómennsku tók hann eftir breytingu á ufsanum þegar hann kom aftur um borð. Starfsfólki Biopol bárust sýnishorn af sýktum fiski og í framhaldi af því var sótt um styrk til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Í krafti styrksins verður leitast við að kortleggja útbreiðslu sýkingarinnar með söfnun á fiskum vítt og breitt um íslensku efnahagslögsöguna. Að rannsókninni koma auk Biopol og Tilraunastöðvarinnar að Keldum, sjávarútvegsfyrirtækið Fisk Seafood, eigandi Arnars HU, en sýnataka verður í höndum sjómanna um borð. Um þúsund sýnum verður safnað áður en upp verður staðið. Árni Kristmundsson, deildarstjóri fisksjúkdómadeildar að Keldum, segir bandorminn ekki skaða fiskinn í sjálfu sér. Helst er að hann rýri verðmæti afurða, þó að Árni leggi á það þunga áherslu að ekki megi draga stórar ályktanir um hvað sé hér á ferðinni. Fyrst og síðast sé þetta forvitnilegt. Hann svarar því játandi að áhrif hlýnandi veðurfars geti verið um að kenna. „Öll dæmi sem ég hef fundið um þessa tegund eru frá mun suðlægari slóðum,“ segir Árni. Spurður hvort bandormurinn gæti tekið sér bólfestu í öðrum hvítfisktegundum, eins og þorski, segir Árni að erfitt sé að meta það. „Þessi tegund, sem ég tel að þetta sé, er hins vegar mjög ósérhæfð á hýsla. Þetta er fæðuborin sýking og ef aðrar tegundir eru að éta það sama og ufsinn þá er ekki hægt að útiloka slíkt.“ Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol, bendir á að það sé ekki síst athyglisvert hvernig tilvist bandormsins rataði inn í þann farveg sem málið sé í. „Nálægð okkar við sjómenn og viðfangsefnið gerir það að verkum að þessi sýking er til skoðunar. Það sprettur upp ýmislegt áhugavert vegna þessarar nálægðar, enda býr hjá þessu fólki vitneskja sem finnur sér kannski síður farveg ef ekki væru rannsóknastofnanir úti um land,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Áður óþekkt bandormssýking í ufsa, sem er mikilvægur nytjafiskur á Íslandsmiðum, er til rannsóknar hjá Biopol sjávarlíftæknisetri á Skagaströnd og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Bandormurinn er þekktur erlendis en engin vitneskja virðist liggja fyrir um þessa tegund bandorms í ufsa. Kveikjan að rannsókninni var athugull sjómaður um borð í frystitogaranum Arnari HU 1 frá Skagaströnd, en eftir nokkurra ára frí frá sjómennsku tók hann eftir breytingu á ufsanum þegar hann kom aftur um borð. Starfsfólki Biopol bárust sýnishorn af sýktum fiski og í framhaldi af því var sótt um styrk til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Í krafti styrksins verður leitast við að kortleggja útbreiðslu sýkingarinnar með söfnun á fiskum vítt og breitt um íslensku efnahagslögsöguna. Að rannsókninni koma auk Biopol og Tilraunastöðvarinnar að Keldum, sjávarútvegsfyrirtækið Fisk Seafood, eigandi Arnars HU, en sýnataka verður í höndum sjómanna um borð. Um þúsund sýnum verður safnað áður en upp verður staðið. Árni Kristmundsson, deildarstjóri fisksjúkdómadeildar að Keldum, segir bandorminn ekki skaða fiskinn í sjálfu sér. Helst er að hann rýri verðmæti afurða, þó að Árni leggi á það þunga áherslu að ekki megi draga stórar ályktanir um hvað sé hér á ferðinni. Fyrst og síðast sé þetta forvitnilegt. Hann svarar því játandi að áhrif hlýnandi veðurfars geti verið um að kenna. „Öll dæmi sem ég hef fundið um þessa tegund eru frá mun suðlægari slóðum,“ segir Árni. Spurður hvort bandormurinn gæti tekið sér bólfestu í öðrum hvítfisktegundum, eins og þorski, segir Árni að erfitt sé að meta það. „Þessi tegund, sem ég tel að þetta sé, er hins vegar mjög ósérhæfð á hýsla. Þetta er fæðuborin sýking og ef aðrar tegundir eru að éta það sama og ufsinn þá er ekki hægt að útiloka slíkt.“ Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol, bendir á að það sé ekki síst athyglisvert hvernig tilvist bandormsins rataði inn í þann farveg sem málið sé í. „Nálægð okkar við sjómenn og viðfangsefnið gerir það að verkum að þessi sýking er til skoðunar. Það sprettur upp ýmislegt áhugavert vegna þessarar nálægðar, enda býr hjá þessu fólki vitneskja sem finnur sér kannski síður farveg ef ekki væru rannsóknastofnanir úti um land,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira