Fleiri fréttir Skólastjóri barnaskóla Livets Ord: Hefur áhyggjur af Ágústi barnaníðingi Juhani Nikula, skólastjóri barnaskóla Livets Ord í Uppsölum, hefur verulegar áhyggjur af því að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hafi getað hafið nám í biblíuskóla Livets Ord án þess að hann vissi af því. Nikula ber ábyrgð á 700 ungmennum á aldrinum sex til sextán ára. 10.9.2008 14:30 Skotar mála bæinn rauðan Fjöldi stuðningsmanna skoska landsliðsins í knattspyrnu hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag. Mikil stemning er í mönnum enda fer keppa Skotar við Íslendinga í kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Skotarnir sjá ekkert annað fyrir sér en sigur í leiknum. 10.9.2008 14:24 Ríkisstjórn 120 - þingmenn 2 Af 145 stjórnarfrumvörpum sem lögð hafa verið á yfirstandandi þingi hafa 120 orðið að lögum en einungis tvö af 74 þingmannafrumvörpum hafa verið samþykkt. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag þar sem hún vakti athygli á veikri stöðu þingsins. 10.9.2008 14:03 Jóhanna snýr heim frá Peking Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra fylgdist með keppni í langstökki á Ólympíuleikum fatlaðra í gær. Þar keppti Baldur Ævar Baldursson fyrir Íslands hönd og hafnaði í 7. sæti. 10.9.2008 13:54 Lofar kyrrð í borginni næstu tvö árin Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lofaði kyrrð í borginni næstu tvö árin á hádegisverðarfundi í Valhöll í dag. Þar sat hún fyrir svörum ásamt Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, þar sem þau kynntu stefnu nýs meirihluta. 10.9.2008 13:28 Stærsta dagblað Svíþjóðar með opnuumfjöllun um íslenskan barnaníðing Aftonbladet, stærsta dagblað Svíþjóðar, fjallar ítarlega um mál Ágústs Magnússonar í dag. 10.9.2008 13:12 Samningafundur að hefjast hjá ríkinu og ljósmæðrum Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hefst nú klukkan eitt en nærri tíu tíma fundur í gærdag reyndist árangurslaust. 10.9.2008 12:46 Hjallastefnan stofnar grunnskóla í höfuðborginni Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun umsókn Hjallastefnunnar um stofnun sjálfstæðs grunnskóla í höfuðborginni. 10.9.2008 12:06 Sómali í fangelsi fyrir að framvísa vegabréfi annars manns Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt sómalskan ríkisborgara í 30 daga fangelsi fyrir skjalamisferli. 10.9.2008 11:20 Aldrei eins nauðsynlegt og nú að meta afleiðingar stórra ákvarðana Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 10.9.2008 10:52 Lögreglan varar við innbrotum í bíla Að undanförnu hefur nokkuð verið um innbrot í bifreiðar og að úr þeim hafi verið stolið verðmætum, svo sem fartölvum, myndavélum, töskum og fleiru. Að því tilefni vill lögreglan minna eigendur og umráðamenn bifreiða á að skilja slík verðmæti ekki eftir sýnileg í ökutækjunum. 10.9.2008 10:46 Össuri enn haldið sofandi í öndunarvél Össuri Pétri Össurarsyni, sem fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun, er enn haldið sofandi í öndunarvél, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild. 10.9.2008 10:36 Sigurjón telur rétt að Guðjón íhugi að stíga til hliðar Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, telur rétt að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, íhugi það hvort hann víki til hliðar á komandi landsþingi flokksins. Þetta sagði Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 10.9.2008 10:22 Starfsmenn með doktorspróf fjölmennastir við kennslu í háskólum Háskólakennurum fjölgaði um 1,3 prósent á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þeir voru um 2050 í nærri 1340 stöðugildum haustið 2006 en voru orðnir um 25 fleiri í nærri 1390 stöðugildum í fyrrahaust. 10.9.2008 09:15 Yfirvöld í Uppsölum: Vissu ekkert af Ágústi barnaníðingi Yfirvöld í Uppsala höfðu ekki hugmynd um að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hefði sest að í Uppsölum til að læra við biblíuskóla Livets Ord. Þetta staðfestir Juan Artioga, einn af félagsráðgjöfum bæjarskrifstofunnar í samtali við Vísi. 10.9.2008 09:11 Álframleiðsla nærri þrefaldast á sex árum Tæplega 1500 manns vinna við álver á Íslandi og afleidd störf álvera eru um 3.100 samkvæmt svari sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra gefur í fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins. 10.9.2008 08:56 Tíu tíma fæðingarhríðir ljósmæðra skiluðu engu Samningafundi ljósmæðra og fulltrúa ríkisins lauk án árangurs hjá Ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann hafði þá staðið í um það bil tíu klukkustundir. 10.9.2008 07:57 Strandað olíuskip náðist aftur á flot Olíuskipið, sem strandaði á sandrifi í Skutulsfirði við Ísafjörð um áttaleytið í gærkvöldi, náðist aftur á flot síðar um kvöldið og liggur nú við bryggju á Ísafirði. 10.9.2008 07:53 Vann skemmdarverk á bílum við Snorrabraut Sauðdrukkinn karlmaður á fertugsaldri skemmdi sex bíla við Snorrabraut um ellelfuleytið í gærkvöldi. Hann braut af þeim spegla og loftnet og rispaði þá. 10.9.2008 07:17 Ráðgjafi heilbrigðisráðherra skipulagði ferð þingnefndar Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, gagnrýnir að ráðgjafarfyrirtæki hafi skipulagt vinnuferð heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms. 10.9.2008 04:00 Samningafundi lauk án niðurstöðu Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu í kvöld og hafði hann þá staðið yfir í um níu klukkustundir. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags 9.9.2008 23:11 Bíða með að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. 9.9.2008 23:19 Vinir Össurar báðu fyrir honum Allt að 70 manns voru samankomnir í Ísafjarðarkirkju um fimmleytið í dag til að biðja fyrir Össuri Pétri Össurarsyni sem fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun. Sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur leiddi bænastundina. Hann sagði að vinir Össurar fyrir vestan hefðu fengið tækifæri til að hittast, syngja sálm, lesa ritningartexta og fara með bænir. 9.9.2008 22:04 Hugsanlegt að aðstoðarlandlæknir hætti líka störfum „Ég geri ekki ráð fyrir því," segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir þegar Vísir spyr hann hvort hann hyggist sækja um stöðu landlæknis. 9.9.2008 21:11 Olíuskip strandaði við Ísafjörð Olíuskipið Leoni Theresa strandaði í Sundunum á Ísafirði um hálfníuleytið í kvöld. Hafnsögubáturinn Sturla Halldórsson og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson fóru til aðstoðar en frekari hjálp var afturkölluð. 9.9.2008 21:36 Sigurjón íhugar formannsframboð hjá frjálslyndum Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, segist ætla að íhuga málin vandlega áður en hann ákveður um framboð til formanns Frjálslynda flokksins. 9.9.2008 19:36 Bílslys við Sprengisand Bílslys varð á Reykjanesbraut við matsölustaðinn Sprengisand fyrir fáeinum mínútum. 9.9.2008 18:56 Kveður landlæknisembættið með söknuði Sigurður Guðmundsson, landlæknir og verðandi forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, segist kveðja landlæknisembættið með miklum söknuði. 9.9.2008 18:17 Víst búið að tryggja nægjanlegt fé fyrir utangarðsmenn Nægjanlegt fé hefur verið tryggt til að fylgja fjögurra ára stefnu í málefnum utangarðsmanna, að sögn Halls Magnússonar, varaformanns Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. 9.9.2008 17:56 Tekist á um sjúkratryggingafrumvarp Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa frá því um klukkan tvö í dag tekist á um frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar, en þriðja umræað um frumvarpið stendur nú yfir. 9.9.2008 16:59 Fjölmiðlasýning meirihlutans Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi og fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði segir að fresta hafi þurft mikilvægum málum á fundi ráðsins í dag og fara yfir önnur á ,,hundavaði" vegna blaðamannafundar í tengslum við stefnu borgarinnar í málefnum utangarðsmanna. 9.9.2008 16:59 Íslensk stúlka í bekk með Ágústi - Móðirin afar ósátt Íslensk stúlka sem er í sama bekk og Ágúst Magnússon í biblíuskóla Livets ord í Uppsölum, fékk ekki að vita fyrr en í gær að Ágúst væri dæmdur barnaníðingur. 9.9.2008 16:53 Staðfest gæsluvarðhald yfir meintum skartgripaþjófi Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa ásamt öðrum tekið skartgripi ófrjálsri hendi í verslun Franch Michelsen á Laugavegi í síðustu viku. 9.9.2008 16:36 37 ára karl kærður fyrir að nauðga 13 ára stúlku 37 ára gamall karlmaður frá Eyrarbakka var handtekinn um helgina vegna gruns um að hann hafi notfært sér ölvunarástand 13 ára gamallar stúlku og haft við hana samræði. 9.9.2008 16:31 Grunaður ofbeldismaður laus úr haldi Karlmanni, sem grunaður eru um að hafa gengið í skrokk á eiginkonu sinni þannig að lífshættulegir áverkar hlutust af, hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald um miðja síðustu viku og rann það út í dag. 9.9.2008 16:00 Ný göngudeild BUGL tekin í notkun Göngudeildarhús barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að Dalbraut var formlega tekin í gagnið í dag að viðstöddum forseta Íslands og heilbrigðisráðherra. 9.9.2008 15:54 Segja fé ekki fylgja fyrirheitum í málefnum utangarðsmanna Björk Vilhelmsdóttir og Marsibil Sæmundardóttir, fulltrúar Samfylkingar og óháðra í velferðarráði, segja að fé fylgi ekki fyrirheitum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur í málefnum utangarðsmanna. 9.9.2008 15:39 Lögregla leitar enn tveggja vegna hnífstunguárásar Lögregla leitar enn tveggja Pólverja vegna hnífstunguárásar á landa þeirra við Mánagötu í Norðurmýri á sunnudaginn var. Tveir pólskir karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. september vegna árásarinnar en lögregla hefur frá því á sunnudag leitað hinna mannanna tveggja. 9.9.2008 15:31 Komið í veg fyrir útigang með samstarfi og forvörnum Reykjavíkurborg hefur mótað sér stefnu til næstu fjögurra ára í málefnum utangarðsfólks sem meðal annars felur í sér að auka reglubundna þjónustu við það, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtímaúrræðum. 9.9.2008 15:11 Engin áform um að virkja Jökulsá á Fjöllum Ríkisstjórnin hefur engin áform um að virkja Jökulsá á Fjöllum og Alþingi ekki heldur sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 9.9.2008 14:27 Árni Johnsen hættir við mál gegn Agnesi -með þrem nýyrðum Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. 9.9.2008 14:18 Þorgerður myndi fara aftur til Peking Kostnaður við ferð menntamálaráðherra, eiginmanns hennar og ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins til Peking þegar íslenska landsliðið í handknattleik lék til úrslita á Ólympíuleikunum nam 1,8 milljónum króna. Þetta sagði ráðherra á þingi í dag og sagðist standa við þá ákvörðun að fara í ferðina. 9.9.2008 14:03 Erfitt að ráða fólk í Vesturbæinn Erfiðlega hefur gengið í haust að ráða starfsfólk á frístundaheimili Reyjavíkurborgar í Vesturbænum. Undanfarin ár hefur gengið einna best að manna frístundaheimili í þeim borgarhluta en aftur á móti hefur reynst erfiðara að ráða starfsfólk í úthverfin. Staðan virðist vera að snúast við. 9.9.2008 13:50 Í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðislegt áreiti Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um að hafa áreitt barn í miðborginni, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. september. 9.9.2008 13:49 Landlæknir verður forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ Kristín Ingólfsdóttir tilkynnti nú í hádeginu hvaða fimm menn stýra nýjum fræðasviðun Háskóla Íslands. Sviðunum var komið á um leið og breytingar voru gerðar á stjórnskipan háskólans um leið og hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands. Sigurður Guðmundsson verður forseti heilbrigðisvísindasviðs og mun hann því láta af embætti landlæknis. 9.9.2008 13:32 Sjá næstu 50 fréttir
Skólastjóri barnaskóla Livets Ord: Hefur áhyggjur af Ágústi barnaníðingi Juhani Nikula, skólastjóri barnaskóla Livets Ord í Uppsölum, hefur verulegar áhyggjur af því að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hafi getað hafið nám í biblíuskóla Livets Ord án þess að hann vissi af því. Nikula ber ábyrgð á 700 ungmennum á aldrinum sex til sextán ára. 10.9.2008 14:30
Skotar mála bæinn rauðan Fjöldi stuðningsmanna skoska landsliðsins í knattspyrnu hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag. Mikil stemning er í mönnum enda fer keppa Skotar við Íslendinga í kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Skotarnir sjá ekkert annað fyrir sér en sigur í leiknum. 10.9.2008 14:24
Ríkisstjórn 120 - þingmenn 2 Af 145 stjórnarfrumvörpum sem lögð hafa verið á yfirstandandi þingi hafa 120 orðið að lögum en einungis tvö af 74 þingmannafrumvörpum hafa verið samþykkt. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag þar sem hún vakti athygli á veikri stöðu þingsins. 10.9.2008 14:03
Jóhanna snýr heim frá Peking Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra fylgdist með keppni í langstökki á Ólympíuleikum fatlaðra í gær. Þar keppti Baldur Ævar Baldursson fyrir Íslands hönd og hafnaði í 7. sæti. 10.9.2008 13:54
Lofar kyrrð í borginni næstu tvö árin Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lofaði kyrrð í borginni næstu tvö árin á hádegisverðarfundi í Valhöll í dag. Þar sat hún fyrir svörum ásamt Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, þar sem þau kynntu stefnu nýs meirihluta. 10.9.2008 13:28
Stærsta dagblað Svíþjóðar með opnuumfjöllun um íslenskan barnaníðing Aftonbladet, stærsta dagblað Svíþjóðar, fjallar ítarlega um mál Ágústs Magnússonar í dag. 10.9.2008 13:12
Samningafundur að hefjast hjá ríkinu og ljósmæðrum Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hefst nú klukkan eitt en nærri tíu tíma fundur í gærdag reyndist árangurslaust. 10.9.2008 12:46
Hjallastefnan stofnar grunnskóla í höfuðborginni Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun umsókn Hjallastefnunnar um stofnun sjálfstæðs grunnskóla í höfuðborginni. 10.9.2008 12:06
Sómali í fangelsi fyrir að framvísa vegabréfi annars manns Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt sómalskan ríkisborgara í 30 daga fangelsi fyrir skjalamisferli. 10.9.2008 11:20
Aldrei eins nauðsynlegt og nú að meta afleiðingar stórra ákvarðana Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 10.9.2008 10:52
Lögreglan varar við innbrotum í bíla Að undanförnu hefur nokkuð verið um innbrot í bifreiðar og að úr þeim hafi verið stolið verðmætum, svo sem fartölvum, myndavélum, töskum og fleiru. Að því tilefni vill lögreglan minna eigendur og umráðamenn bifreiða á að skilja slík verðmæti ekki eftir sýnileg í ökutækjunum. 10.9.2008 10:46
Össuri enn haldið sofandi í öndunarvél Össuri Pétri Össurarsyni, sem fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun, er enn haldið sofandi í öndunarvél, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild. 10.9.2008 10:36
Sigurjón telur rétt að Guðjón íhugi að stíga til hliðar Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, telur rétt að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, íhugi það hvort hann víki til hliðar á komandi landsþingi flokksins. Þetta sagði Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 10.9.2008 10:22
Starfsmenn með doktorspróf fjölmennastir við kennslu í háskólum Háskólakennurum fjölgaði um 1,3 prósent á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þeir voru um 2050 í nærri 1340 stöðugildum haustið 2006 en voru orðnir um 25 fleiri í nærri 1390 stöðugildum í fyrrahaust. 10.9.2008 09:15
Yfirvöld í Uppsölum: Vissu ekkert af Ágústi barnaníðingi Yfirvöld í Uppsala höfðu ekki hugmynd um að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hefði sest að í Uppsölum til að læra við biblíuskóla Livets Ord. Þetta staðfestir Juan Artioga, einn af félagsráðgjöfum bæjarskrifstofunnar í samtali við Vísi. 10.9.2008 09:11
Álframleiðsla nærri þrefaldast á sex árum Tæplega 1500 manns vinna við álver á Íslandi og afleidd störf álvera eru um 3.100 samkvæmt svari sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra gefur í fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins. 10.9.2008 08:56
Tíu tíma fæðingarhríðir ljósmæðra skiluðu engu Samningafundi ljósmæðra og fulltrúa ríkisins lauk án árangurs hjá Ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann hafði þá staðið í um það bil tíu klukkustundir. 10.9.2008 07:57
Strandað olíuskip náðist aftur á flot Olíuskipið, sem strandaði á sandrifi í Skutulsfirði við Ísafjörð um áttaleytið í gærkvöldi, náðist aftur á flot síðar um kvöldið og liggur nú við bryggju á Ísafirði. 10.9.2008 07:53
Vann skemmdarverk á bílum við Snorrabraut Sauðdrukkinn karlmaður á fertugsaldri skemmdi sex bíla við Snorrabraut um ellelfuleytið í gærkvöldi. Hann braut af þeim spegla og loftnet og rispaði þá. 10.9.2008 07:17
Ráðgjafi heilbrigðisráðherra skipulagði ferð þingnefndar Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, gagnrýnir að ráðgjafarfyrirtæki hafi skipulagt vinnuferð heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms. 10.9.2008 04:00
Samningafundi lauk án niðurstöðu Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu í kvöld og hafði hann þá staðið yfir í um níu klukkustundir. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags 9.9.2008 23:11
Bíða með að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. 9.9.2008 23:19
Vinir Össurar báðu fyrir honum Allt að 70 manns voru samankomnir í Ísafjarðarkirkju um fimmleytið í dag til að biðja fyrir Össuri Pétri Össurarsyni sem fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun. Sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur leiddi bænastundina. Hann sagði að vinir Össurar fyrir vestan hefðu fengið tækifæri til að hittast, syngja sálm, lesa ritningartexta og fara með bænir. 9.9.2008 22:04
Hugsanlegt að aðstoðarlandlæknir hætti líka störfum „Ég geri ekki ráð fyrir því," segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir þegar Vísir spyr hann hvort hann hyggist sækja um stöðu landlæknis. 9.9.2008 21:11
Olíuskip strandaði við Ísafjörð Olíuskipið Leoni Theresa strandaði í Sundunum á Ísafirði um hálfníuleytið í kvöld. Hafnsögubáturinn Sturla Halldórsson og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson fóru til aðstoðar en frekari hjálp var afturkölluð. 9.9.2008 21:36
Sigurjón íhugar formannsframboð hjá frjálslyndum Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, segist ætla að íhuga málin vandlega áður en hann ákveður um framboð til formanns Frjálslynda flokksins. 9.9.2008 19:36
Bílslys við Sprengisand Bílslys varð á Reykjanesbraut við matsölustaðinn Sprengisand fyrir fáeinum mínútum. 9.9.2008 18:56
Kveður landlæknisembættið með söknuði Sigurður Guðmundsson, landlæknir og verðandi forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, segist kveðja landlæknisembættið með miklum söknuði. 9.9.2008 18:17
Víst búið að tryggja nægjanlegt fé fyrir utangarðsmenn Nægjanlegt fé hefur verið tryggt til að fylgja fjögurra ára stefnu í málefnum utangarðsmanna, að sögn Halls Magnússonar, varaformanns Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. 9.9.2008 17:56
Tekist á um sjúkratryggingafrumvarp Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa frá því um klukkan tvö í dag tekist á um frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar, en þriðja umræað um frumvarpið stendur nú yfir. 9.9.2008 16:59
Fjölmiðlasýning meirihlutans Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi og fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði segir að fresta hafi þurft mikilvægum málum á fundi ráðsins í dag og fara yfir önnur á ,,hundavaði" vegna blaðamannafundar í tengslum við stefnu borgarinnar í málefnum utangarðsmanna. 9.9.2008 16:59
Íslensk stúlka í bekk með Ágústi - Móðirin afar ósátt Íslensk stúlka sem er í sama bekk og Ágúst Magnússon í biblíuskóla Livets ord í Uppsölum, fékk ekki að vita fyrr en í gær að Ágúst væri dæmdur barnaníðingur. 9.9.2008 16:53
Staðfest gæsluvarðhald yfir meintum skartgripaþjófi Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa ásamt öðrum tekið skartgripi ófrjálsri hendi í verslun Franch Michelsen á Laugavegi í síðustu viku. 9.9.2008 16:36
37 ára karl kærður fyrir að nauðga 13 ára stúlku 37 ára gamall karlmaður frá Eyrarbakka var handtekinn um helgina vegna gruns um að hann hafi notfært sér ölvunarástand 13 ára gamallar stúlku og haft við hana samræði. 9.9.2008 16:31
Grunaður ofbeldismaður laus úr haldi Karlmanni, sem grunaður eru um að hafa gengið í skrokk á eiginkonu sinni þannig að lífshættulegir áverkar hlutust af, hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald um miðja síðustu viku og rann það út í dag. 9.9.2008 16:00
Ný göngudeild BUGL tekin í notkun Göngudeildarhús barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að Dalbraut var formlega tekin í gagnið í dag að viðstöddum forseta Íslands og heilbrigðisráðherra. 9.9.2008 15:54
Segja fé ekki fylgja fyrirheitum í málefnum utangarðsmanna Björk Vilhelmsdóttir og Marsibil Sæmundardóttir, fulltrúar Samfylkingar og óháðra í velferðarráði, segja að fé fylgi ekki fyrirheitum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur í málefnum utangarðsmanna. 9.9.2008 15:39
Lögregla leitar enn tveggja vegna hnífstunguárásar Lögregla leitar enn tveggja Pólverja vegna hnífstunguárásar á landa þeirra við Mánagötu í Norðurmýri á sunnudaginn var. Tveir pólskir karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. september vegna árásarinnar en lögregla hefur frá því á sunnudag leitað hinna mannanna tveggja. 9.9.2008 15:31
Komið í veg fyrir útigang með samstarfi og forvörnum Reykjavíkurborg hefur mótað sér stefnu til næstu fjögurra ára í málefnum utangarðsfólks sem meðal annars felur í sér að auka reglubundna þjónustu við það, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtímaúrræðum. 9.9.2008 15:11
Engin áform um að virkja Jökulsá á Fjöllum Ríkisstjórnin hefur engin áform um að virkja Jökulsá á Fjöllum og Alþingi ekki heldur sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 9.9.2008 14:27
Árni Johnsen hættir við mál gegn Agnesi -með þrem nýyrðum Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. 9.9.2008 14:18
Þorgerður myndi fara aftur til Peking Kostnaður við ferð menntamálaráðherra, eiginmanns hennar og ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins til Peking þegar íslenska landsliðið í handknattleik lék til úrslita á Ólympíuleikunum nam 1,8 milljónum króna. Þetta sagði ráðherra á þingi í dag og sagðist standa við þá ákvörðun að fara í ferðina. 9.9.2008 14:03
Erfitt að ráða fólk í Vesturbæinn Erfiðlega hefur gengið í haust að ráða starfsfólk á frístundaheimili Reyjavíkurborgar í Vesturbænum. Undanfarin ár hefur gengið einna best að manna frístundaheimili í þeim borgarhluta en aftur á móti hefur reynst erfiðara að ráða starfsfólk í úthverfin. Staðan virðist vera að snúast við. 9.9.2008 13:50
Í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðislegt áreiti Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um að hafa áreitt barn í miðborginni, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. september. 9.9.2008 13:49
Landlæknir verður forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ Kristín Ingólfsdóttir tilkynnti nú í hádeginu hvaða fimm menn stýra nýjum fræðasviðun Háskóla Íslands. Sviðunum var komið á um leið og breytingar voru gerðar á stjórnskipan háskólans um leið og hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands. Sigurður Guðmundsson verður forseti heilbrigðisvísindasviðs og mun hann því láta af embætti landlæknis. 9.9.2008 13:32