Innlent

Fjölmiðlasýning meirihlutans

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG.
Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG.

Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi og fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði segir að fresta hafi þurft mikilvægum málum á fundi ráðsins í dag og fara yfir önnur á ,,hundavaði" vegna blaðamannafundar í tengslum við stefnu borgarinnar í málefnum utangarðsmanna.

Boðað var til blaðamannafundar í dag þar sem Reykjavíkurborg hefur mótað sér stefnu til næstu fjögurra ára í málefnum utangarðsfólks sem meðal annars felur í sér að auka reglubundna þjónustu við það, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtímaúrræðum. Stefnan var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag.

,,Minnihlutinn stóð í þeirri meiningu að þeir sem setið hafa í nefnd um málefni utangarðsfólks ættu að sitja blaðamannafundinn en þegar til hans kom voru borgarstjóri og formaður borgarráðs mætt og því auðséð að um fjölmiðlasýningu meirihlutans væri að ræða," segir Þorleifur í tilkynningu.

Í tillögu Þorleifs kemur fram að starfshópurinn fundaði alls 18 sinnum frá því í byrjun árs 2007. Hópurinn boðaði til sín hagsmunaaðila og fagfólk í málefnum utangarðsfólks auk samráðs við notanda.

,,Til að það verði tryggt sem best að stefna í málefnum utangarðsfólks muni leiða til markvissrar vinnslu í málefnum utangarðsfólks í Reykjavík leggur minnihluti velferðarráðs til að tillaga að stefnu ráðsins um málaflokkin verði send þeim aðilum sem sátu fundi með hópnum til umsagnar," segir í tillögunni sem var hafnað. Í framhaldinu sat Þorleifur hjá við afgreiðslu á stefnunni.


Tengdar fréttir

Komið í veg fyrir útigang með samstarfi og forvörnum

Reykjavíkurborg hefur mótað sér stefnu til næstu fjögurra ára í málefnum utangarðsfólks sem meðal annars felur í sér að auka reglubundna þjónustu við það, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtímaúrræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×