Innlent

Strandað olíuskip náðist aftur á flot

Olíuskipið Leoni Theresa sem strandaði.
Olíuskipið Leoni Theresa sem strandaði.

Olíuskipið, sem strandaði á sandrifi í Skutulsfirði við Ísafjörð um áttaleytið í gærkvöldi, náðist aftur á flot síðar um kvöldið og liggur nú við bryggju á Ísafirði.

Töluverð olía er í flutningageymum skipsins og um tíma var óttast að skipið hefði laskast og olía færi að leka úr því, en svo fór ekki. Kafari er búinn að ganga úr skugga um að engar skemmdir urðu á botninum. Ástæða þess að skipið strandaði er að skyndilega drapst á aðalvélinni og öll stjórntæki urðu óvirk. Vélin komst aftur í gang en áhöfnin og tæknimenn úr landi eru að rannsaka hvað olli þessu, áður en áfram verður haldið til nokkurra annarra hafan hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×