Innlent

Segja fé ekki fylgja fyrirheitum í málefnum utangarðsmanna

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi, situr í velferðarráði fyrir Samfylkinguna.
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi, situr í velferðarráði fyrir Samfylkinguna.

Björk Vilhelmsdóttir og Marsibil Sæmundardóttir, fulltrúar Samfylkingar og óháðra í velferðarráði, segja að fé fylgi ekki fyrirheitum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur í málefnum utangarðsmanna.

Reykjavíkurborg hefur mótað sér stefnu til næstu fjögurra ára í málefnum utangarðsfólks sem meðal annars felur í sér að auka reglubundna þjónustu við það, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtímaúrræðum. Stefnan var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag.

Björk og Marsibil lögðu fram bókun á fundinum þar sem þau sögðu stefnuna jákvæða en bentu á að velferðarráð hafi samhliða ekki tryggt fjármagn til að tryggja að þær aðgerðir sem mælt er fyrir um geti orðið að veruleika. Það veiki nýsamþykkta stefnu.


Tengdar fréttir

Komið í veg fyrir útigang með samstarfi og forvörnum

Reykjavíkurborg hefur mótað sér stefnu til næstu fjögurra ára í málefnum utangarðsfólks sem meðal annars felur í sér að auka reglubundna þjónustu við það, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtímaúrræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×