Innlent

Samningafundi lauk án niðurstöðu

Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu í kvöld og hafði hann þá staðið yfir í um níu klukkustundir. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að fundur hefjist að nýju um klukkan eitt á morgun. Náist ekki samningar á morgun hefst tveggja sólarhringa verkfall ljósmæðra á miðnætti á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×