Innlent

Vann skemmdarverk á bílum við Snorrabraut

Sauðdrukkinn karlmaður á fertugsaldri skemmdi sex bíla við Snorrabraut um ellelfuleytið í gærkvöldi. Hann braut af þeim spegla og loftnet og rispaði þá. Vitni létu lögreglul vita, sem handtók manninn. Hann gistir fangageymslur uns hann verður yfirheyrður í dag. Tjón á sumum bílunum er umtalsvert.

Eldur kviknaði í tauþurrkara í þvottahúsi innan íbúðar í fjölbýlishúsi í Njarðvík á fjórða tímanum í nótt. Íbúar kölluðu á slökkvilið, sem slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Íbúana sakaði ekki en farið var með ungabarn á heilsugæslustöðina til skoðunar, í öryggisskyni. Því reyndist ekki hafa orðið meint af reyknum.

Íbúar í Laugandeneshverfi í Reykjavík vöknuðu upp við sekkjapípuleik og söng um fjögur leitið í nótt og varð þeim fyrst til að hringja í lögregluna við þesi undur. Þegar til kom reyndust þetta vera skoskir knattspyrnuáhugamenn, sem voru að taka forskot á landsleik Skota og Íslendinga í dag. Fjöldi Skota var á öldurhúsum borgarinnar fram á nótt, og kneifuðu þeir bjórinn ótæpilega, en ekki kom til vandræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×