Innlent

Í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðislegt áreiti

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um að hafa áreitt barn í miðborginni, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. september.

Maðurinn braust inn í íbúð á Grettisgötu aðfaranótt laugardags en þar var kona sofandi ásamt sex ára gömlu stúlkubarni.

Konan vaknaði við umgang og fann þá manninn á ferli í íbúðinni sinni. Hann flúði um leið og hann sá konuna.

Lögreglan leitaði mannsins og fann hann svo í gær. Fréttablaðið hefur upplýsingum um að hann hafi áður komið við sögu lögreglunnar vegna kynferðisbrota.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×