Innlent

Landlæknir verður forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ

Kristín Ingólfsdóttir tilkynnti nú í hádeginu hvaða fimm menn stýra nýjum fræðasviðun Háskóla Íslands. Sviðunum var komið á um leið og breytingar voru gerðar á stjórnskipan háskólans um leið og hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands. Sigurður Guðmundsson verður forseti heilbrigðisvísindasviðs og mun hann því láta af embætti landlæknis.

Jón Torfi Jónasson, prófessor við háskólann, verður forseti menntavísindasviðs, Ólafur Þ. Harðarson prófessor verður forseti félagsvísindasviðs, Sigurður Guðmundsson landlæknir verður forseti heilbrigðisvísindasviðs, Ástráður Eysteinsson forseti hugvísindasviðs og Kristín Vala Ragnars forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×