Innlent

Vinir Össurar báðu fyrir honum

Ísafjarðarkirkja.
Ísafjarðarkirkja.

Allt að 70 manns voru samankomnir í Ísafjarðarkirkju um fimmleytið í dag til að biðja fyrir Össuri Pétri Össurarsyni sem fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun. Sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur leiddi bænastundina. Hann sagði að vinir Össurar fyrir vestan hefðu fengið tækifæri til að hittast, syngja sálm, lesa ritningartexta og fara með bænir.

Össuri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél frá því að hann fannst á laugardagsmorgun. Ekki er vitað hvernig hann hlaut höfuðáverkana en lögregla hefur lýst eftir þeim sem geta gefið upplýsingar um málið.

Sími lögreglunnar er 444-1000






Fleiri fréttir

Sjá meira


×