Aldrei eins nauðsynlegt og nú að meta afleiðingar stórra ákvarðana 10. september 2008 10:52 MYND/Pjetur Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn sem umhverfisráðherra kynnir slíka skýrslu en í henni er bent á að vægi umhverfismála hafi aukist mikið á liðnum árum. Með skýrslunni sé ætlunin að upplýsa Alþingi um starfið í umhverfisráðuneytinu og stefnumótun í málaflokknum. Ráðherra bendir á að samkvæmt stjórnarsáttmálanum einsetji ríkisstjórnin sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða í umhverfismálum og láti til sín taka í baráttu gegn mengun og sóun náttúruauðlinda. Sérstök áhersla sé lögð á að ná víðtækri sátt meðal landsmanna um verndun verðmætra náttúrusvæða og í því augnamiði sé unnið að rannsóknum á verndargildi einstakra svæða. Umhverfisráðherra bendir enn fremur á að hér á landi hafi verið mikil og hröð uppbygging á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar sem hafi haft mikil áhrif á umhverfi og samfélag. Núverandi efnahagslægð sé að hluta til afleiðing af ofþenslu á liðnum árum. Við núverandi efnahagsaðstæður heyrist hins vegar raddir um að slaka þurfi á kröfum um umhverfisvernd og góða grundun ákvarðana um framkvæmdir. „Þvert á móti má færa fyrir því rök að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt að meta gaumgæfilega allar líklegar afleiðingar stórra ákvarðana eins og nú," segir ráðherra. Hægt sé að byggja upp blómlegt samfélag án þess að fórna sérstæðum náttúruperlum og víðernum sem vart sé lengur að finna í öðrum ríkjum í vestanverðri Evrópu.„Ísland trónir nú efst á lista yfir þau ríki þar sem mest velsæld ríkir, skv. mælingu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ef við höfum ekki efni á að meta áhrif framkvæmda og stórra ákvarðana vel og gera umhverfisvernd hátt undir höfði er varla mikil von til þess að aðrir geti leyft sér að reyna að vinna af heilum hug að sjálfbærri þróun," segir ráðherra einnig. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sjá meira
Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn sem umhverfisráðherra kynnir slíka skýrslu en í henni er bent á að vægi umhverfismála hafi aukist mikið á liðnum árum. Með skýrslunni sé ætlunin að upplýsa Alþingi um starfið í umhverfisráðuneytinu og stefnumótun í málaflokknum. Ráðherra bendir á að samkvæmt stjórnarsáttmálanum einsetji ríkisstjórnin sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða í umhverfismálum og láti til sín taka í baráttu gegn mengun og sóun náttúruauðlinda. Sérstök áhersla sé lögð á að ná víðtækri sátt meðal landsmanna um verndun verðmætra náttúrusvæða og í því augnamiði sé unnið að rannsóknum á verndargildi einstakra svæða. Umhverfisráðherra bendir enn fremur á að hér á landi hafi verið mikil og hröð uppbygging á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar sem hafi haft mikil áhrif á umhverfi og samfélag. Núverandi efnahagslægð sé að hluta til afleiðing af ofþenslu á liðnum árum. Við núverandi efnahagsaðstæður heyrist hins vegar raddir um að slaka þurfi á kröfum um umhverfisvernd og góða grundun ákvarðana um framkvæmdir. „Þvert á móti má færa fyrir því rök að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt að meta gaumgæfilega allar líklegar afleiðingar stórra ákvarðana eins og nú," segir ráðherra. Hægt sé að byggja upp blómlegt samfélag án þess að fórna sérstæðum náttúruperlum og víðernum sem vart sé lengur að finna í öðrum ríkjum í vestanverðri Evrópu.„Ísland trónir nú efst á lista yfir þau ríki þar sem mest velsæld ríkir, skv. mælingu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ef við höfum ekki efni á að meta áhrif framkvæmda og stórra ákvarðana vel og gera umhverfisvernd hátt undir höfði er varla mikil von til þess að aðrir geti leyft sér að reyna að vinna af heilum hug að sjálfbærri þróun," segir ráðherra einnig.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sjá meira