Innlent

Olíuskip strandaði við Ísafjörð

Olíuskipið Leoni Theresa strandaði í Sundunum á Ísafirði um hálfníuleytið í kvöld. Hafnsögubáturinn Sturla Halldórsson og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson fóru til aðstoðar en frekari hjálp var afturkölluð. Fram kemur á fréttavefnum Bæjarins besta að tólf manns hafi verið í áhöfn skipsins sem sigli undir fána Gíbraltar. Ekki er vitað hvað olli strandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×