Árni Johnsen hættir við mál gegn Agnesi -með þrem nýyrðum 9. september 2008 14:18 Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. Og Árni hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (með þrem nýyrðum) um þetta mál. „Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi. Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna , jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja. Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi. Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr. Árni Johnsen" Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. Og Árni hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (með þrem nýyrðum) um þetta mál. „Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi. Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna , jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja. Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi. Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr. Árni Johnsen"
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira