Innlent

Skólastjóri barnaskóla Livets Ord: Hefur áhyggjur af Ágústi barnaníðingi

Ágúst Magnússon.
Ágúst Magnússon.

Juhani Nikula, skólastjóri barnaskóla Livets Ord í Uppsölum, hefur verulegar áhyggjur af því að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hafi getað hafið nám í biblíuskóla Livets Ord án þess að hann vissi af því. Nikula ber ábyrgð á 700 ungmennum á aldrinum sex til sextán ára.

Nikula sagði í samtali við Vísi að hann væri verulega áhyggjufullur yfir komu Ágústs til Uppsala og þá kannski sérstaklega þeirri staðreynd að honum hefði ekki verið greint frá því að maður með hans fortíð væri væntanlegur.

Eins og Vísir greindi frá tók Ágúst Magnússon það loforð af Staffan Molberg, yfirmanni Livets Ord, að hann þegði yfir fortíð hans sem dæmds barnaníðings. Sem Staffan gerði.

Nikula segir það næsta skref að hafa samband við Staffan og heyra hans hlið á málinu. „En það er afar óþægilegt að vita af manni eins og honum í næsta nágrenni við 700 börn," segir Nikula sem vissi fyrst um málið eftir að félagsráðgjafi hjá yfirvöldum í Uppsölum hafði samband við hann í kjölfar símtals frá blaðamanni Vísis.












Tengdar fréttir

Yfirvöld í Uppsölum: Vissu ekkert af Ágústi barnaníðingi

Yfirvöld í Uppsala höfðu ekki hugmynd um að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hefði sest að í Uppsölum til að læra við biblíuskóla Livets Ord. Þetta staðfestir Juan Artioga, einn af félagsráðgjöfum bæjarskrifstofunnar í samtali við Vísi.

Barnaníðingur í biblíuskóla

Ágúst Magnússon, sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum, hefur hafið nám við Livets Ord biblíuskólann í Uppsölum í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×