Bíða með að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu 9. september 2008 23:19 MYND/GVA Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. Töluverð umræða skapaðist um þetta úrræði í síðasta mánuði í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði beiðni lögreglu um að maður, sem grunaður er um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í þrjú ár, yrði úrskurðaður í áframhaldandi nálgunarbann. Hafði hann verið í sex mánaða nálgunarbanni og fór lögregla fram á þriggja mánaða bann til viðbótar. Fram kom í Fréttablaðinu skömmu fyrir mánaðamót að allir nefndarmenn í allsherjarnefnd væru jákvæðir gagnvart því að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu eins og lögregla hefur talað fyrir. Í nefndaráliti vegna frumvarpsins sem skilað var í dag kemur hins vegar fram að ,,að vandlega athuguðu máli telur meiri hlutinn ekki rétt að fara þá leið að svo búnu og álítur að fyrst þurfi að fara fram ítarleg skoðun á kostum þess og göllum að ráðast í flutning á forræði í nálgunarbannsmálum frá dómstólum til lögreglu. Meiri hlutinn bendir í því sambandi á að slík skoðun þurfi m.a. að fela í sér samanburð við nágrannalönd Íslands, einkum Noreg og Svíþjóð, og yfirlit yfir framkvæmd nálgunarbannsúrræðisins hér á landi til þessa, bæði framkvæmd lögreglu og dómaframkvæmd," segir í nefndarálitinu.Reynsla nágranna af austurrísku leiðinni verði metin Meirihluti allsherjarnefndar leggur þó áherslu á að úrræðið verði virkara en verið hefur til þessa og leggur í því skyni fram breytingartillögur á frumvarpinu. Meirihlutinn leggur til að nægilegt verði að ástæða sé til staðar til að óttast afbrot eða að friði verði raskað, en ekki „rökstudd ástæða" eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá leggur meirihlutinn til að sá frestur sem lögreglu er ætlaður til að taka afstöðu til beiðni um nálgunarbann verði styttur úr tveimur vikum, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, í þrjá daga. Þá kemur fram í nefndarálitinu að nefndin hafi einnig rætt svokallaða „austurríska leið" sem felist í því að heimilt sé að vísa manni af heimili sínu að uppfylltum tilteknum skilyrðum. ,,Í því sambandi tekur meiri hlutinn fram að hér er um að ræða annað úrræði en nálgunarbann og umræða um það mál er mun skemmra á veg komin en nálgunarbannsumræðan. Meiri hlutinn beinir því hins vegar til dómsmálaráðuneytis að reynslan af því fyrirkomulagi í nágrannalöndunum verði könnuð og metið hvernig þetta úrræði falli að íslensku réttarfari. Meiri hlutinn óskar eftir því að afrakstur þessarar vinnu verði kynntur henni þegar niðurstöður liggja fyrir," segir einnig í nefndarálitinu. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. Töluverð umræða skapaðist um þetta úrræði í síðasta mánuði í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði beiðni lögreglu um að maður, sem grunaður er um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í þrjú ár, yrði úrskurðaður í áframhaldandi nálgunarbann. Hafði hann verið í sex mánaða nálgunarbanni og fór lögregla fram á þriggja mánaða bann til viðbótar. Fram kom í Fréttablaðinu skömmu fyrir mánaðamót að allir nefndarmenn í allsherjarnefnd væru jákvæðir gagnvart því að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu eins og lögregla hefur talað fyrir. Í nefndaráliti vegna frumvarpsins sem skilað var í dag kemur hins vegar fram að ,,að vandlega athuguðu máli telur meiri hlutinn ekki rétt að fara þá leið að svo búnu og álítur að fyrst þurfi að fara fram ítarleg skoðun á kostum þess og göllum að ráðast í flutning á forræði í nálgunarbannsmálum frá dómstólum til lögreglu. Meiri hlutinn bendir í því sambandi á að slík skoðun þurfi m.a. að fela í sér samanburð við nágrannalönd Íslands, einkum Noreg og Svíþjóð, og yfirlit yfir framkvæmd nálgunarbannsúrræðisins hér á landi til þessa, bæði framkvæmd lögreglu og dómaframkvæmd," segir í nefndarálitinu.Reynsla nágranna af austurrísku leiðinni verði metin Meirihluti allsherjarnefndar leggur þó áherslu á að úrræðið verði virkara en verið hefur til þessa og leggur í því skyni fram breytingartillögur á frumvarpinu. Meirihlutinn leggur til að nægilegt verði að ástæða sé til staðar til að óttast afbrot eða að friði verði raskað, en ekki „rökstudd ástæða" eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá leggur meirihlutinn til að sá frestur sem lögreglu er ætlaður til að taka afstöðu til beiðni um nálgunarbann verði styttur úr tveimur vikum, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, í þrjá daga. Þá kemur fram í nefndarálitinu að nefndin hafi einnig rætt svokallaða „austurríska leið" sem felist í því að heimilt sé að vísa manni af heimili sínu að uppfylltum tilteknum skilyrðum. ,,Í því sambandi tekur meiri hlutinn fram að hér er um að ræða annað úrræði en nálgunarbann og umræða um það mál er mun skemmra á veg komin en nálgunarbannsumræðan. Meiri hlutinn beinir því hins vegar til dómsmálaráðuneytis að reynslan af því fyrirkomulagi í nágrannalöndunum verði könnuð og metið hvernig þetta úrræði falli að íslensku réttarfari. Meiri hlutinn óskar eftir því að afrakstur þessarar vinnu verði kynntur henni þegar niðurstöður liggja fyrir," segir einnig í nefndarálitinu.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira