Innlent

Staðfest gæsluvarðhald yfir meintum skartgripaþjófi

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa ásamt öðrum tekið skartgripi ófrjálsri hendi í verslun Franch Michelsen á Laugavegi í síðustu viku.

Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í varðhald í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur en annar þeirra ákvað að áfrýja úrskurðinum. Hann var hins vegar staðfestur og rennur út 10. september.

Annar mannanna mun hafa dregið að sér athygli starfsmanns á meðan hinn hreinsaði skargripi úr einni skúffu. Áætlað er að verðmæti gripanna sem mennirnir tóku sé ein og hálf milljón en gripirnir eru ófundnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×