Innlent

Samningafundur að hefjast hjá ríkinu og ljósmæðrum

Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hófst klukkan eitt en nærri tíu tíma fundur í gærdag reyndist árangurslaust.

Ef ekki semst í dag kemur aftur til verkfalls ljósmæðra á miðnætti í kvöld. Það stendur í tvo sólarhringa líkt og verkfall þeirra í síðustu viku. Fram hefur komið að semjist ekki fyrir 29. september komi til allsherjarverkfalls hjá ljósmæðrum.

Ljósmæður standa enn á kröfu sinni um að menntun þeirra verið metin til launa til samræmis við aðrar stéttir hjá ríkinu. Það er í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×