Innlent

Hjallastefnan stofnar grunnskóla í höfuðborginni

Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun umsókn Hjallastefnunnar um stofnun sjálfstæðs grunnskóla í höfuðborginni.

Skólinn tekur til starfa nú í byrjun októbermánaðar en til að byrja með verða í skólanum 10 sex ára börn ásamt fimm ára gömlum börnum. Tveir grunnskólakennarar og tveir leikskólakennarar munu starfa í skólanum en skólastjóri fyrsta starfsárið verður Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.

Þetta er í fyrsta skipti sem Hjallastefnan hefur rekstur grunnskóla í höfuðborginni. Félagið rekur nú átta leikskóla á grundvelli þjónustusamninga við sveitarfélög og einn einkaskóla sem starfar bæði á leik-og grunnskólastigi í Hafnarfirði og Garðabæ.

Samkomulag milli Hjallastefnunnar og Reykjavíkurborgar um rekstur skólans verður formlega undirritað í dag.

Fyrsta árið verður hinn nýji skóli með aðstöðu í Laufásborg þar sem Hjallastefnan rekur nú leikskóla en stefnt er að því að finna skólanum nýtt húsnæði áður skólastarf hefst á næsta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×