Innlent

Hugsanlegt að aðstoðarlandlæknir hætti líka störfum

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir.
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir.

„Ég geri ekki ráð fyrir því," segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir þegar Vísir spyr hann hvort hann hyggist sækja um stöðu landlæknis.

Eins og greint var frá í dag mun Sigurður Guðmundsson landlæknir taka við nýrri stöðu forseta heilbrigðisvísindasviðs. Hann hyggst því láta af starfi landlæknis fyrir 1. nóvember.

Matthías segir það alveg óljóst hvort hann starfi áfram sem aðstoðarlandlæknir. „Það getur allt gerst," segir hann. Matthías vill þó ekki segja til um hvort eitthvað sé á prjónunum hjá honum.








Tengdar fréttir

Kveður landlæknisembættið með söknuði

Sigurður Guðmundsson, landlæknir og verðandi forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, segist kveðja landlæknisembættið með miklum söknuði.

Landlæknir verður forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ

Kristín Ingólfsdóttir tilkynnti nú í hádeginu hvaða fimm menn stýra nýjum fræðasviðun Háskóla Íslands. Sviðunum var komið á um leið og breytingar voru gerðar á stjórnskipan háskólans um leið og hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands. Sigurður Guðmundsson verður forseti heilbrigðisvísindasviðs og mun hann því láta af embætti landlæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×