Innlent

Tíu tíma fæðingarhríðir ljósmæðra skiluðu engu

Samningafundi ljósmæðra og fulltrúa ríkisins lauk án árangurs hjá Ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann hafði þá staðið í um það bil tíu klukkustundir. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan eitt í dag, en ef ekki semst kemur aftur til verkfalls ljósmæðra á miðnætti í kvöld. Ljósmæður standa enn á kröfu sinni um að menntun þeirra verið metin til launa til samræmis við aðrar stéttir hjá ríkinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×