Innlent

Stærsta dagblað Svíþjóðar með opnuumfjöllun um íslenskan barnaníðing

Andri Ólafsson skrifar
Smelltu á myndina til þess að lesa umfjöllun Aftonbladet um Ágúst.
Smelltu á myndina til þess að lesa umfjöllun Aftonbladet um Ágúst.

Aftonbladet, stærsta dagblað Svíþjóðar, fjallar ítarlega um mál Ágústs Magnússonar í dag.

Þar kemur fram að Ágúst njóti sálgæslu hjá Livets ord söfnuðinum í Uppsölum þar sem hann stundar nú nám við biblíuskóla.

Blaðið ræðir einnig við Björgvin Björgvinsson, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og hefur eftir honum að Ágúst sé enn þann daginn í dag afar hættulegur.

Eins og fram hefur komið á Vísi er Ágúst enn á reynslulausn eftir að hafa fengið fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa níðst á sex ára drengjum. Hann fékk engu að síður leyfi hjá Fangelsisstofnun til þess að stunda biblíunámið í Uppsölum.

Aftonbladet rekur brotaferil Ágústs fyrir lesendum sínum og segir jafnframt frá því þegar Kompás greip hann glóðvolgan við að reyna að komast í kynferðisleg kynni við 13 ára tálbeitu.

Þegar Kompás greip Ágúst var hann á reynslulausn líkt og nú.

Vísir hefur sagt frá því að Ágúst hyggist leigja herbergi á heimili fjölskyldu úr Livets Ord söfnuðinum en Aftonbladet segir að fjölskyldan eigi einn 20 ára gamlan son.

Fjölskyldan vissi ekki af bakgrunni Ágústs þegar hún féllst á að leigja honum herbergi. Staffan Moberg, skólastjóri Ágústs, hefur síðan þá fallist á leiðrétta það.

Magnús Dahlberg, talsmaður Livets ord, segir við Aftonbladet í dag að Ágúst njóti sálgæslu hjá söfnuðinum. Dahlberg viðurkennir að sálgsæsla sé ekki það eina sem Ágúst þurfi á að halda en söfnuðurinn eigi ekki eitt allsherarráð sem dugi í tilfellum sem þessum.

Elisabeth Kwarnmark, einn reyndasti sálfræðingur Svíþjóðar í málum af þessu tagi, segir að sálgæsla dugi ekki Ágústi heldur þurfi hann að öllum líkindum að vera í sálfræðimeðferð svo lengi sem hann lifir.

Aftonbladet er ekki eini sænski fjölmiðilinn sem fjallað hefur um Ágúst því í gærkvöldi var umfjöllun um Ágúst og hans mál á TV4 sjónvarpsstöðinni.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×