Innlent

Jóhanna snýr heim frá Peking

Félags- og tryggingamálaráðherra var viðstaddur Ólympíuleikana í Peking. Mynd/ stjr.is
Félags- og tryggingamálaráðherra var viðstaddur Ólympíuleikana í Peking. Mynd/ stjr.is

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra fylgdist með keppni í langstökki á Ólympíuleikum fatlaðra í gær. Þar keppti Baldur Ævar Baldursson fyrir Íslands hönd og hafnaði í 7. sæti.

Jóhanna er heiðursgestur Íþróttasambands fatlaðra á Ólympíuleikunum í Peking. Á vef Stjórnarráðsins segir að heimsókn hennar þar sé nú lokið og haldi hún heim til Íslands í dag.

Við lok heimsóknar sagði Jóhanna að leikarnir væru stórkostleg upplifun sem hún muni aldrei gleyma. Íþróttasamband fatlaðra ætti heiður skilinn fyrir það hve frábærlega hafi verið staðið að málum og árangur íslenskra íþróttamanna væri mjög góður í alþjóðlegum samanburði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×