Engin áform um að virkja Jökulsá á Fjöllum 9. september 2008 14:27 MYND/GVA Ríkisstjórnin hefur engin áform um að virkja Jökulsá á Fjöllum og Alþingi ekki heldur sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs við upphaf fyrirspurnartíma og vísaði í utandagskrárumræðu um stóriðju- og virkjanamál í síðustu viku. Þá spurði Steingrímur hvort menn renndu hýru auga til Jökulsár á Fjöllum sem virkjunarkosts. Steingrímur sagði ráðherra þá hafa sagt að slíkt væru hugarórar hans eigin sjálfs. Steingrímur vísaði til þess að á heimasíðu Landsvirkjunar kæmi fram að fyrirtækið hefði styrkt verkefni sem hefði yfirskriftina Jökulsá á fjöllum - hófleg nýting vatns. Spurði hann því hverju það sætti að Landsvirkjun veitti fé til virkjana sem gengju þvert á vilja Alþingis og einnig væntanlega ríkisstjórnar. Spurði hann iðnaðarráðherra hvort hann gæti ekki rætt við fjármálaráðherra um að senda Landsvirkjun eitt lettersbréf um að hætta þesttu. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra svaraði því til að Alþingi vildi ekki virkja Jökulsá á Fjöllum og það lægi alveg ljóst fyrir að ríkisstjórnin hefði ekki áform um slíkt. Hann hefði allt frá árinu 1994 sagt að ekki kæmi til greina að virkja ána. Sagði Össur enn fremur að hann væri fullfær um það sjálfur að koma þeim skilaboðum til Landsvirkjunar sem Steingrímur hefði lagt til að fjármálaráðherra gerði. Steingrímur benti á að Landsvirkjun hagaði sér eins og ríki í ríkinu eins og svo oft áður og gengi þvert á stefnu stjórnvalda. Vert væri að vekja athygli á því hvernig þetta opinbera fyriræki hegðaði sér. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur engin áform um að virkja Jökulsá á Fjöllum og Alþingi ekki heldur sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs við upphaf fyrirspurnartíma og vísaði í utandagskrárumræðu um stóriðju- og virkjanamál í síðustu viku. Þá spurði Steingrímur hvort menn renndu hýru auga til Jökulsár á Fjöllum sem virkjunarkosts. Steingrímur sagði ráðherra þá hafa sagt að slíkt væru hugarórar hans eigin sjálfs. Steingrímur vísaði til þess að á heimasíðu Landsvirkjunar kæmi fram að fyrirtækið hefði styrkt verkefni sem hefði yfirskriftina Jökulsá á fjöllum - hófleg nýting vatns. Spurði hann því hverju það sætti að Landsvirkjun veitti fé til virkjana sem gengju þvert á vilja Alþingis og einnig væntanlega ríkisstjórnar. Spurði hann iðnaðarráðherra hvort hann gæti ekki rætt við fjármálaráðherra um að senda Landsvirkjun eitt lettersbréf um að hætta þesttu. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra svaraði því til að Alþingi vildi ekki virkja Jökulsá á Fjöllum og það lægi alveg ljóst fyrir að ríkisstjórnin hefði ekki áform um slíkt. Hann hefði allt frá árinu 1994 sagt að ekki kæmi til greina að virkja ána. Sagði Össur enn fremur að hann væri fullfær um það sjálfur að koma þeim skilaboðum til Landsvirkjunar sem Steingrímur hefði lagt til að fjármálaráðherra gerði. Steingrímur benti á að Landsvirkjun hagaði sér eins og ríki í ríkinu eins og svo oft áður og gengi þvert á stefnu stjórnvalda. Vert væri að vekja athygli á því hvernig þetta opinbera fyriræki hegðaði sér.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira