Innlent

Sómali í fangelsi fyrir að framvísa vegabréfi annars manns

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt sómalskan ríkisborgara í 30 daga fangelsi fyrir skjalamisferli.

Maðurinn kom til landsins í síðustu viku frá Kaupmannahöfn og framvísaði sænsku vegabréfi við skoðun á Keflavíkurflugvelli. Í ljós kom að það var gefið út fyrir annan mann. Sómalinn viðurkenndi að hafa keypt vegabréfið og fyrir dómi játaði hann á sig skjalamisferli. Var litið til þess en jafnframt þess að hann hafði notað vegabréf annars manns til þess að reyna að komast inn í landið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×