Innlent

Bílslys við Sprengisand

Bílslys varð á Reykjanesbraut við matsölustaðinn Sprengisand fyrir fáeinum mínútum.

Að sögn lögreglu var fólksbíl, sem ók í norðurátt, ekið inn á öfugan vegarhelming. Hann rakst utan í vörubíl og þeyttist við það aftan á annan fólksbíl sem var fyrir aftan vörubílinn. Að sögn lögreglu var farþegi í fyrst nefnda bílnum fluttur á slysadeild en ekki liggur fyrir hvort meiðsl hans séu alvarleg.

Umferðartafir hafa verið á Reykjanesbraut vegna slyssins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×